ESB kortleggur Ísland

Evrópufáninn lagaður til.
Evrópufáninn lagaður til. reuters

„Við viljum skilja upplýsingaþörf ólíkra hópa. Hvað veit fólk og hvað veit það ekki? Hver eru, svo dæmi sé tekið, viðhorf og upplýsingaþörf ungs fólks, háskólafólks eða ellilífeyrisþega?“ segir Timo Summa, formaður sendinefndar ESB á Íslandi, um fyrirhugað kynningarstarf sambandsins á Íslandi næstu misserin.

„Við lítum á mismunandi hópa og hver afstaða borgarbúa eða fólks á landsbyggðinni er til aðildar. Við viljum vita þetta svo við getum undirbúið kynningargögn í samræmi við það. Við viljum vita hvar eyður eru í þekkingunni og reynum í framhaldinu að leysa það.“

Spurður um umfang kynningarátaksins svarar Summa því til að milljón evra, eða 155 milljónir króna, muni renna til kynningar á ESB á Íslandi á næstu tveimur árum. Í fyrstu sé gert ráð fyrir fjórum til fimm starfsmönnum sem hafi það að fullum starfa að dreifa upplýsingum um sambandið til almennings. Þá muni skrifstofan í Aðalstræti og útibú hennar á Akureyri styðja fyrirlestrahald og annað kynningarstarf.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert