Gæludýrin eignast gagnagrunn

Ungviðið leikur sér við Ægisíðuna.
Ungviðið leikur sér við Ægisíðuna. mbl.is/Árni Sæberg

Miðlægur gagnagrunnur með upplýsingum um örmerki gæludýra er mikið dýraverndunarmál, að mati Guðbjargar Þorvarðardóttur, formanns Dýralæknafélags Íslands.

Félagið vinnur að því að koma slíkum gagnagrunni á fót og hefur stofnað félagið Völustall í því skyni. Lítinn vísi að gagnagrunni um eyrna- og örmerki er þegar að finna á heimasíðu Dýralæknafélagsins.

Viðræður hafa verið við Bændasamtök Íslands um að setja gagnagrunninn upp, en þau hafa m.a. sett upp gagnagrunninn World Feng með upplýsingum um hesta. Guðbjörg kvaðst vona að miðlægi örmerkjagrunnurinn gæti verið kominn í gagnið fyrir mitt næsta ár, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert