„Flugvöllurinn verður hér til 2024“

Ögmundur Jónasson samgönguráðherra.
Ögmundur Jónasson samgönguráðherra. mbl.is/Ómar

„Það sem er ljóst er að flugvöllurinn verður hér, að minnsta kosti til 2024,“ sagði Ögmundur Jónasson samgönguráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi.

„Það verður reist aðstaða fyrir farþega og fyrir starfsfólk sem verður viðunandi. Og er í góðri sátt við þá sem að þessum málum koma. Það fullyrði ég,“ sagði hann.

Þetta kom fram í svari Ögmundar við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Jón segir að fréttir um að slá eigi samgöngumiðstöðina út af borðinu og að flugvöllurinn eigi að víkja komi eins og þruma úr heiðskíru lofti.

„Það er kannski mikilvægast við þessar aðstæður að fá skýr svör frá hæstvirtum ráðherra um það hver verða næstu skref í málinu. Nú eru aðstæður þannig að ríkið er eigandi tæplega 50% lands á þessu svæði, þó að Reykjavíkurborg hafi skipulagsvaldið á svæðinu þá á ríkið tæplega helminginn af landsvæðinu,“ segir Jón.

„Ef það er meirihluti hér á þingi fyrir því að flugvöllurinn verði - sem hann á að vera - í Vatnsmýrinni, verður þá ekki algjör pattstaða. Það er að segja að borgin kemst ekkert áfram með sínar hugmyndir á þessu svæði, nema að takmörkuðu leiti. Og þetta verður algjör pattstaða milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir hann.

Ögmundur segir að hugmyndin sé sú að fá fjármuni frá lífeyrissjóðunum til að reisa miðstöð vestan við flugvöllinn. Hún verði að uppistöðu til kostuð með þjónustugjöldum.

Hann telur að flugrekendur séu sáttir við að fá ódýrari framkvæmd með því að reisa mannvirki við vesturhluta flugvallarins. „Það var það sem þau lögðu upphaflega upp með. Það voru þeirra óskir,“ segir Ögmundur.

Síðan hafi komið upp hugmyndir að tengja flugvöllinn þjónustu í borginni. „Og ef hann flytti væri þar þjónustumiðstöð fyrir samgöngur hér til frambúðar,“ segir Ögmundur.

„Ég hygg að um þetta gæti orðið góð sátt milli stjórnvalda annars vegar og þeirra sem annast flugrekstur hins vegar. Hvernig á síðan að greiða úr þeim deilum sem uppi eru um framtíð flugvallarins? Það þarf bara að horfa raunsætt á það að við erum ekki á einu máli um það. Og það eru deilur sem ganga þvert á alla stjórnmálaflokka hygg ég. Ég er því eindreginn fylgjandi að flugvöllurinn verði í Vatnsmýri,“ segir Ögmundur og bætir við að þetta sé aðeins hagsmunamál Reykvíkinga heldur landsbyggðarinnar í heild.

„Þegar spurt er um lýðræðislegan vilja í því efni þá á að spyrja þjóðina alla.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvikmynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Aldrei tíma til að reykja eða drekka

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

07:57 Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september. Meira »

Réttindalausir ökumenn á ferð

07:10 Nokkuð var um að lögreglan á Suðurnesjum hefði afskipti af réttindalausum ökumönnum um helgina. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuréttindum eða aldrei öðlast þau. Meira »

Ísland eyðir langmestu í tómstundir

07:37 Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin (ESB). Meira »

Milt og gott veður

06:39 Spáð er rólegheita- og mildu veðri næstu daga með hægum vindi og víða sést til sólar. Undir helgi er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna en síst norðaustan til. Meira »

Styðja tillögu Varðar

05:52 Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við tillögu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um blandaða prófkjörsleið fyrir framboðslista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Búðarþjófar og dópaðir bílstjórar

05:48 Þrír voru staðnir að þjófnaði í verslun í Smáralind síðdegis í gær en þeir voru á aldrinum 29 ára til 41 árs. Einn þeirra lét lögreglu fá fíkniefni sem hann var með á sér þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Málið var afgreitt með skýrslu á staðnum.   Meira »

Nýjar reglugerðir hægja á áætlanagerð

05:30 Stærri sveitarfélög reka lestina í gerð brunavarnaáætlunar, en ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2012. Á Akureyri rann brunavarnaáætlunin út árið 2013. Meira »

Stór makríll uppistaðan í aflanum

05:30 Uppstaðan í makrílafla sumarsins er stór fiskur og yngri árgangar hafa lítið sést að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Venusi NS-150. Meira »

Sjálfvirkt eftirlit fækkar slysum

05:30 Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 14 alvarleg slys og 6 banaslys í umferðinni ef sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefði verið beitt á ákveðnum vegaköflum í báðar áttir. Meira »

Allt að 34% launahækkun

05:30 Mikið launaskrið er hjá hinu opinbera og hafa laun einstakra hópa hækkað allt að 34% frá 2014.   Meira »

Uppkaup á ærgildum möguleg

05:30 Uppkaup ríkisins á ærgildum eru meðal þeirra tillagna sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett fram til lausnar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Hverfandi myndast

05:30 Hálslón er nú komið á yfirfall en yfirborð lónsins náði 625 metrum yfir sjávarmáli aðfaranótt síðastliðins laugardags, 19. ágúst. Meira »

Tillögur um fiskeldi kynntar ríkisstjórn

05:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir ríkisstjórninni í dag niðurstöður starfshóps um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Biskupstungur. laust hús.
Eigum laus sumarhús næstu helgar. Rétt við Geysi og Gullfoss Rúm fyrir 6. Hund...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...