Skýrsla sérfræðingahópsins gagnleg

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var ánægður með samráðsfund stjórnvalda og hagsmunaaðila, sem lauk nú á fimmta tímanum. Hann segir að skýrsla sérfræðingahóps um mismunandi leiðir vegna skuldavanda heimilanna hafi gert mikið gagn.

„Þannig að menn sjá hver vandinn er. Og ég held að í framhaldinu muni menn reyna að sníða lausnirnar. Það þarf að gera það í vinnuhóp meira,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Hann telur að það sé samhljómur fyrir því að menn skoði einhverja blandaða leið. Nú verði unnið hratt.

Aðspurður kveðst hann vera bjartsýnn á framhaldið. „Það er ekki annað hægt. Maður verður að vera bjartsýnn,“ segir Steinþór, sem vonast eftir því að menn komist að niðurstöðu sem fyrst.

„Þegar það er búið að draga línuna í sandinn þá er svo mikið verk að fara vinna með fólki og hjálpa því. Við megum ekki eyða öllum tímanum í að búa til lausnina. Við þurfum að hafa tíma til að vinna með fólkinu áður en það verður of seint.“

Steinþór Pálsson.
Steinþór Pálsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert