Meira um bílbeltaleysi

Maðurinn ók bláa bílnum. Báðir bílar voru á um 50 …
Maðurinn ók bláa bílnum. Báðir bílar voru á um 50 km/klst. Ljósmynd/Umferðarstofa

Algengt er að ökumenn og farþegar, sérstaklega í aftursæti bíla, noti ekki öryggisbelti. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hefur lögregla orðið mikið vör við það undanfarið, og þykir því rétt að benda á að helmingur þeirra tólf sem létust í umferðinni á síðasta ári var ekki í bílbeltum.

Umferðarstofa telur marga ekki átta sig á þeirri hættu sem þeir skapa séu þeir ekki í öryggisbelti. Oftar en ekki ber fólk við að það sé að fara stutta vegalengd, en dæmin sýna að sú afsökun dugar skammt.

Á meðfylgjandi mynd er um að ræða árekstur sem varð í Kópavogi árið 2005. Í bílnum var 24 ára karlmaður sem skaust út í verslun í grennd við heimili sitt. Hann lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt en báðir voru bílarnir á um það bil 50 km/klst.

Ungi maðurinn var eftir áreksturinn í bráðri lífshættu en kona sem í hinum bílnum var slasaðist ekki alvarlega. Ástæða alvarlegra áverka mannsins var sú að hann var ekki í öryggisbelti. Hann kastaðist því fram á stýrið og rúðuna af fullum þunga.

Maðurinn var í lífshættu í nokkra daga og er í dag öryrki af völdum áverkanna.

Maðurinn kastaðist fram á stýrið og rúðuna af fullum þunga, …
Maðurinn kastaðist fram á stýrið og rúðuna af fullum þunga, þar sem hann var ekki í bílbelti. Ljósmynd/Umferðarstofa
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert