Sunnlendingar fjölmenna á fund

Sunnlendingar eru á leiðinni til Reykjavíkur til að mótmæla niðurskurði
Sunnlendingar eru á leiðinni til Reykjavíkur til að mótmæla niðurskurði mbl.is/Guðmundur Karl

Hollvinir Heilbrigðisstofnanna á Suðurlandi eru lagðir af stað til Reykjavíkur til að afhenda ráðherrum undirskriftarlista með nöfnum helmings kosningabærra manna á Suðurlandi þar sem niðurskurði á framlögum til heilbrigðismála er mótmælt. 

Alls skrifuðu 8.477 íbúar nöfn sín á mótmælalistana. Þá hafa á þriðja þúsund  skráð mótmæli sín á Facebooksíðu gegn niðurskurðinum.

Undirskriftarlistarnir verða afhentir forsætis-, heilbrigðis- og fjármálaráðherrum við Alþingishúsið klukkan 16.00 og ætla hollvinir heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu að sameinast þar um friðsamlegan meðmælafund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert