Hefði tekið mánuði eða ár

Sigurður Snævarr.
Sigurður Snævarr.

„Það hefði verið ágætt að geta gert enn meiri greiningu á þessu, en það hefði tekið mánuði eða ár,“ segir Sigurður Snævarr, hagfræðingur, en hann fór fyrir sérfræðingahópi um skuldavanda heimilanna, sem skilaði af sér skýrslu um mögulegar úrlausnarleiðir fyrr í vikunni.

Marinó G. Njálsson, fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna í sérfræðingahópnum, skilaði í gær séráliti. Sigurður lítur svo á að Marinó hafi sagt sig frá starfi sérfræðingahópsins.

Sigurður segist „óskaplega svekktur“ yfir framkomu Marinós, sem lýsti því yfir, þegar sérfræðingahópurinn skilaði af sér, að hann myndi skila séráliti. Sigurður segir hann hafa sagt sig frá starfi hópsins með tölvupósti á mánudagskvöld. Spurður um innihald tölvupóstsins segir Sigurður það ekki skipta máli, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert