Nemendur styðja rektor á Bifröst

Magnús Árni Magnússon.
Magnús Árni Magnússon.

Á fundi, sem Magnús Árni Magnússon, rektor Háskólans á Bifröst, hélt með nemendum í dag, kom fram að einhugur er meðal nemenda um að styðja rektor og standa vörð um arfleifð háskólans og sérstöðu hans. Þetta segja heimildarmenn mbl.is úr röðum nemenda.

Að sögn þeirra kom fram á fundinum, að Magnús hefur skýra sýn á framtíð háskólans, sem felist m.a. í því að Bifröst eigi að vera háskóli sem menntar þroskað fólk sem er tilbúið til að takast á við krefjandi verkefni í atvinnulífinu. 

Viðræðum milli Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík um samruna var hætt í vikunni, aðallega vegna andstöðu Magnúsar. Á fundinum í dag skýrði Magnús sjónarmið sín  og sagðist hafa talið að sameiningarviðræðum yrði best hætt þar sem þau markmið, sem lagt var upp með, myndu ekki nást.

Fyrirhugað er að stjórn Háskólans á Bifröst komi saman til fundar á mánudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert