Svikahnappur andstæður lögum

Persónuvernd telur, að svonefndur svikahnappur á á vef Vátryggingafélags Íslands (VÍS) ekki samræmast reglum. Þá telur stofnunin að tryggingafélagið hafi það ekki á sínu valdi, að heita tilkynnendum trúnaði sem ekki samrýmist lögum.

Hnappurinn er fyrir þá sem vilja tilkynna um meint vátryggingasvik annarra án þess að koma fram undir nafni. Persónuvernd telur þetta kerfi meðal annars ekki samrýmast reglum um sanngirni og áreiðanleika.

Hefur Persónuvernd lagt fyrir VÍS að endurskoða fyrirkomulag þeirrar söfnunar á persónuupplýsingum, sem fari með umræddum svikahnappi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert