Fagna umræðu um nám á ensku

Hvort sem fyrirlestrar eru á íslensku eða ensku er nauðsynlegt ...
Hvort sem fyrirlestrar eru á íslensku eða ensku er nauðsynlegt að þeir séu áhugaverðir. mbl.is/Kristinn

Íslensk málnefnd hefur áhyggjur af mikilli notkun ensku í háskólastarfi hér á landi og segir m.a. að haldi þessi þróun áfram blasi við að verulega muni þá þrengt að íslenskri tungu í háskólasamfélaginu á Íslandi. Rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík fagna því að rætt sé um málið.

Í nýlegri ályktun málnefndar segir að í mörgum háskólagreinum sé mikill meirihluti námsefnis á ensku og svo hafi reyndar verið um langa hríð. Á síðustu árum hafi hlutur ensku farið mjög vaxandi og jafnframt dregið úr notkun námsefnis á öðrum tungumálum. Nú sé svo komið að um og yfir 90 af hundraði alls námsefnis í háskólum á Íslandi sé á ensku. 

Þá segir í ályktun málnefndar að mjög hafi færst í vöxt að kennsla og verkefnavinna fari fram á ensku, bæði í grunnnámi og framhaldsnámi.

Í ályktuninni kemur fram að skólaárið 2009-2010 voru 250 af 2.250 námskeið við HÍ á ensku eða ríflega 11 af hundraði. Af þeim voru 120 í grunnnámi. Við Háskólann í Reykjavík voru alls sautján námsbrautir þar sem kennt var alfarið á ensku, m.a. meistaranámsbrautir í verkfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði og lýðheilsu. Við Háskólann á Akureyri er kennt á ensku í allmörgum námskeiðum í lögfræði og félagsvísindum og þar er líka verið boðið upp á meistaranám í tölvunarfræði á ensku. Nemendum Háskólans á Bifröst býðst BS-nám á íslensku og ensku. 

Geta sagt það sem þeir vilja á íslensku

Í ályktuninni er bent á að nemendur með erlent ríkisfang eru rétt um sex af hundraði allra nemenda. Einhverjir þeirra tali íslensku og sumir beinlínis stundi nám í íslensku. Málnefndin telur að þetta veki spurningar um hvenær eðlilegt sé að leggja íslensku til hliðar og nota ensku sem vinnumál. „Ekki má gleyma því að á móðurmálinu getur málnotandinn sagt það sem hann vill en á erlendu máli segir hann aðeins það sem hann getur sagt,“ segir í ályktuninni.

Ályktunin fylgir með neðar í fréttinni.

 Fagna umræðunni

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segist fagna ályktun íslenskrar málnefndar þar sem kennsla á ensku í háskólum sé gerð að umtalsefni. Hún telur ekki að í HÍ sé of mikil áhersla lögð á kennslu á ensku en mikilvægt sé að ræða um stöðu íslenskrar tungu í háskólum.

Í HÍ er ekki kennt á ensku þegar kennari og allir nemendur eru íslenskumælandi.

Kristín segir að íslenska sé að sjálfsögðu tungumál skólans og sé notuð í langflestum tilfellum. Tiltekin meistaranámskeið séu alfarið kennd á ensku en engin námslína í grunnnámi sé kennd eingöngu á ensku. Í jarðvísindum geti erlendir nemendur hins vegar sótt nám í einn vetur þar sem kennt er á ensku.

„Auðvitað er íslenska tungumál skólans en hins vegar er það líka svo að það er ekki hjá því komist í umhverfi sem er alþjóðlegt að sumt sem ritað er sé á ensku og að stundum sé nauðsynlegt að grípa til enskrar tungu í kennslu,“ segir hún.

Oftast sé kennt á íslensku þótt erlendir nemar séu í kennslustundum. Stundum hafi kennarar, í samráði við nemendur, skipt yfir í ensku þegar erlendir nemendur eru í hópnum. Um þetta gildi ekki fastmótaðar reglur. Þá sé mjög algengt að erlendir nemar leggi sig eftir því að læra íslensku. Kristín segir ekkert í tillögum íslenskrar málnefndar stangast á við það sem nú sé stundað í Háskóla Íslands.

 Grunnám þarf ekki öllu jöfnu að vera á íslensku

 Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, fagnar einnig umræðu um stöðu íslensku í háskólasamfélaginu. Hann telur ekki að í HR sé of mikil áhersla lögð á kennslu á ensku en mikilvægt sé að ræða um stöðu íslenskrar tungu í háskólum.

Ari Kristinn segir sjálfsagt að háskólar marki sér málstefnu. Háskólar hafi skyldum að gegna við íslenskuna og enginn hafi áhuga á að ýta henni til hliðar. Hann minnir  að uppbygging háskólastarfs hér á landi styrki íslenskuna. „Hinn valkosturinn hefur verið að sækja nám og störf erlendis og þar er auðvitað ekkert á íslensku.“ Um leið verði að hafa í huga að markmið háskólastarfs sé að veita góða menntun. „Og það er ekki gert nema í alþjóðlegu samfélagi, með því að fá þá bestu til að kenna, vera í samstarfi við þá bestu og með því að bera okkar rannsóknir og niðurstöður við það sem est gerist.“

Með því að birta rannsóknir og fræðigreinar á ensku þurfi að standast alþjóðleg viðmið og gæðakröfur. Jafnframt verði að leggja áherslu á að fræðimenn kynni sínar niðurstöður fyrir Íslendingum á íslensku, s.s. með fyrirlestrum.

Málnefndin leggur m.a. til að grunnám verði að öllu jöfnu á íslensku. Ari er ósammála þeirri tillögu. Hann bendir á að fengur sé að erlendum kennurum og að nemendur í grunnnámi eigi líka að njóta þess að sterkir erlendir fræðimenn komi í skemmri eða lengri tíma til að kenna hér. Þá væru ýmis tækifæri fólgin í því að laða erlenda nemendur til Íslands. „Við megum hvorki tapa íslenskunni né gæðum háskólastarfsins.“


Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.
Ari Kristinn Jónsson.
Ari Kristinn Jónsson. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

50% starfsmanna orðið fyrir ofbeldi

19:51 Um helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun, sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2, þá hafa 50% starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti. Meira »

2 starfsmenn á hvert leikskólabarn

19:20 Misjafnt er hvernig sumarfríi leikskólanna er háttað. Í Reykjavík eru allir leikskólar lokaðir yfir sumarið, í flestum tilfellum í fjórar vikur. Í Garðabæ eru leikskólarnir opnir allt árið og þessa dagana eru starfmenn helmingi fleiri en börnin. Meira »

„Markmiðið að koma lifandi í mark“

18:27 Frændsystkinin Gauti Skúlason og Ásthildur Guðmundsdóttir ætla að fara saman hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu þann 19. ágúst næstkomandi, eða 21 kílómetra. Þrátt fyrir að Gauti muni hlaupa vegalendina og Ásthildur sitja í sérsmíðuðum hlaupahjólastól, þá eru þau að gera þetta saman. Meira »

25 stig, blankalogn og glampandi sól

17:30 Það var sannkölluð veðurblíða í Hallormsstaðarskógi í dag. Hitastigið fór upp í 25 gráður samkvæmt löggiltum hitamælum á svæðinu og segir aðstoðarskógarvörður að í skógarrjóðrum hafi það líklega verið nær 26 eða 27 stigum. Meira »

Sóttu slasaðan göngumann við Helgufoss

16:38 Tilkynnt var um slasaðan göngumann við Helgufoss í Mosfellsdal í dag en þar hafði fjölskylda verið í göngu þegar amman missteig sig og slasaðist á ökkla. Meira »

Pottur brann yfir í Garðabæ

16:32 Pottur brann yfir í Boðahlein í Garðabæ í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var nokkur viðbúnaður þegar fyrst var tilkynnt um atvikið en þegar fyrsti dælubíll mætti á vettvang var öðrum bílum snúið við. Meira »

Á HM þrátt fyrir svakalega byltu

16:25 Fáir reiknuðu með að knapinn Svavar Hreiðarsson og hryssan Hekla myndu komast á HM í Hollandi í ágúst eftir að hafa dottið illa í júní. Svavar hlaut miklar blæðingar í vöðvum en hann náði þó takmarkinu og er á leið til Hollands. Hann er jafnframt fyrsti landsliðsknapinn með MS-sjúkdóminn. Meira »

Á bráðamóttöku á Íslandi

16:30 Ferð til Íslands í raunveruleikaþáttunum The Real Housewives fór ekki eins og ætlað var.  Meira »

Árekstur á Ólafsfjarðarvegi

16:22 Ólafsfjarðarvegur er lokaður vegna bílslyss en vegurinn er lokaður við Syðri-Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Ók á umferðarljós og ljósastaur

15:00 Bifreið var ekið á umferðarljós og ljósastaur við Gullinbrú í Grafarvogi í Reykjavík núna seint á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir í bílnum. Meira »

Lóðalagerinn tæmdist

14:50 Nær öllum lausum lóðum í Grindavík hefur verið úthlutað og skortur er á húsnæði. Þótt húsnæðismál séu ofarlega á baugi er það þó helsta kappsmál bæjarins að ná því í gegn að endurbætur verði gerðar á Grindavíkurvegi. Meira »

Kannabismoldin á borði lögreglu

14:26 Lögreglan er búin að kanna vettvanginn á jörðinni Miðdal 1 við Nesjavallaleið þar sem mikið magn af kannabismold var skilið eftir ásamt umbúðum af áburði og vökvakerfi. Landeigandinn segir að ræktendurnir hefðu einnig skilið eftir sig vísbendingar sem lögregla geti nýtt til að hafa uppi á þeim. Meira »

Drep í húð eftir fitufrystingu

13:45 Engar reglur eða lög eru til um hver megi bjóða upp á fitufrystingu eða sprautun fylliefna undir húð. Formaður félags íslenskra lýtalækna, Halla Fróðadóttir, telur að þetta þurfi að endurskoða en í dag falla þessar meðferðir ekki undir heilbrigðisstarfsemi. Meira »

Leitinni að Begades hætt í bili

12:55 Leitinni að Georgíumanninum Nika Begades, sem er talinn af eftir að hafa fallið í Gullfoss á miðvikudag, er lokið. Búið er að kemba um 30 kílómetra í og meðfram Hvítá frá fossinum en leitin hefur ekki borið árangur. Meira »

John Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

Skjálfti í Mýrdalsjökli

13:06 Skjálfti að stærð 3,2 með upptök við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli mældist klukkan 22:18 í gærkvöldi. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Meira »

Kýldur ítrekað í andlitið

11:23 Karlmaður var kýldur ítrekað í andlitið fyrir utan veitingastað í miðborginni snemma í morgun.   Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Hárþurrka
Hárþurrka til sölu.Verðhugmynd 40.000 Uppl í síma 862-1703...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Ukulele
...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...