Fagna umræðu um nám á ensku

Hvort sem fyrirlestrar eru á íslensku eða ensku er nauðsynlegt ...
Hvort sem fyrirlestrar eru á íslensku eða ensku er nauðsynlegt að þeir séu áhugaverðir. mbl.is/Kristinn

Íslensk málnefnd hefur áhyggjur af mikilli notkun ensku í háskólastarfi hér á landi og segir m.a. að haldi þessi þróun áfram blasi við að verulega muni þá þrengt að íslenskri tungu í háskólasamfélaginu á Íslandi. Rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík fagna því að rætt sé um málið.

Í nýlegri ályktun málnefndar segir að í mörgum háskólagreinum sé mikill meirihluti námsefnis á ensku og svo hafi reyndar verið um langa hríð. Á síðustu árum hafi hlutur ensku farið mjög vaxandi og jafnframt dregið úr notkun námsefnis á öðrum tungumálum. Nú sé svo komið að um og yfir 90 af hundraði alls námsefnis í háskólum á Íslandi sé á ensku. 

Þá segir í ályktun málnefndar að mjög hafi færst í vöxt að kennsla og verkefnavinna fari fram á ensku, bæði í grunnnámi og framhaldsnámi.

Í ályktuninni kemur fram að skólaárið 2009-2010 voru 250 af 2.250 námskeið við HÍ á ensku eða ríflega 11 af hundraði. Af þeim voru 120 í grunnnámi. Við Háskólann í Reykjavík voru alls sautján námsbrautir þar sem kennt var alfarið á ensku, m.a. meistaranámsbrautir í verkfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði og lýðheilsu. Við Háskólann á Akureyri er kennt á ensku í allmörgum námskeiðum í lögfræði og félagsvísindum og þar er líka verið boðið upp á meistaranám í tölvunarfræði á ensku. Nemendum Háskólans á Bifröst býðst BS-nám á íslensku og ensku. 

Geta sagt það sem þeir vilja á íslensku

Í ályktuninni er bent á að nemendur með erlent ríkisfang eru rétt um sex af hundraði allra nemenda. Einhverjir þeirra tali íslensku og sumir beinlínis stundi nám í íslensku. Málnefndin telur að þetta veki spurningar um hvenær eðlilegt sé að leggja íslensku til hliðar og nota ensku sem vinnumál. „Ekki má gleyma því að á móðurmálinu getur málnotandinn sagt það sem hann vill en á erlendu máli segir hann aðeins það sem hann getur sagt,“ segir í ályktuninni.

Ályktunin fylgir með neðar í fréttinni.

 Fagna umræðunni

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segist fagna ályktun íslenskrar málnefndar þar sem kennsla á ensku í háskólum sé gerð að umtalsefni. Hún telur ekki að í HÍ sé of mikil áhersla lögð á kennslu á ensku en mikilvægt sé að ræða um stöðu íslenskrar tungu í háskólum.

Í HÍ er ekki kennt á ensku þegar kennari og allir nemendur eru íslenskumælandi.

Kristín segir að íslenska sé að sjálfsögðu tungumál skólans og sé notuð í langflestum tilfellum. Tiltekin meistaranámskeið séu alfarið kennd á ensku en engin námslína í grunnnámi sé kennd eingöngu á ensku. Í jarðvísindum geti erlendir nemendur hins vegar sótt nám í einn vetur þar sem kennt er á ensku.

„Auðvitað er íslenska tungumál skólans en hins vegar er það líka svo að það er ekki hjá því komist í umhverfi sem er alþjóðlegt að sumt sem ritað er sé á ensku og að stundum sé nauðsynlegt að grípa til enskrar tungu í kennslu,“ segir hún.

Oftast sé kennt á íslensku þótt erlendir nemar séu í kennslustundum. Stundum hafi kennarar, í samráði við nemendur, skipt yfir í ensku þegar erlendir nemendur eru í hópnum. Um þetta gildi ekki fastmótaðar reglur. Þá sé mjög algengt að erlendir nemar leggi sig eftir því að læra íslensku. Kristín segir ekkert í tillögum íslenskrar málnefndar stangast á við það sem nú sé stundað í Háskóla Íslands.

 Grunnám þarf ekki öllu jöfnu að vera á íslensku

 Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, fagnar einnig umræðu um stöðu íslensku í háskólasamfélaginu. Hann telur ekki að í HR sé of mikil áhersla lögð á kennslu á ensku en mikilvægt sé að ræða um stöðu íslenskrar tungu í háskólum.

Ari Kristinn segir sjálfsagt að háskólar marki sér málstefnu. Háskólar hafi skyldum að gegna við íslenskuna og enginn hafi áhuga á að ýta henni til hliðar. Hann minnir  að uppbygging háskólastarfs hér á landi styrki íslenskuna. „Hinn valkosturinn hefur verið að sækja nám og störf erlendis og þar er auðvitað ekkert á íslensku.“ Um leið verði að hafa í huga að markmið háskólastarfs sé að veita góða menntun. „Og það er ekki gert nema í alþjóðlegu samfélagi, með því að fá þá bestu til að kenna, vera í samstarfi við þá bestu og með því að bera okkar rannsóknir og niðurstöður við það sem est gerist.“

Með því að birta rannsóknir og fræðigreinar á ensku þurfi að standast alþjóðleg viðmið og gæðakröfur. Jafnframt verði að leggja áherslu á að fræðimenn kynni sínar niðurstöður fyrir Íslendingum á íslensku, s.s. með fyrirlestrum.

Málnefndin leggur m.a. til að grunnám verði að öllu jöfnu á íslensku. Ari er ósammála þeirri tillögu. Hann bendir á að fengur sé að erlendum kennurum og að nemendur í grunnnámi eigi líka að njóta þess að sterkir erlendir fræðimenn komi í skemmri eða lengri tíma til að kenna hér. Þá væru ýmis tækifæri fólgin í því að laða erlenda nemendur til Íslands. „Við megum hvorki tapa íslenskunni né gæðum háskólastarfsins.“


Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.
Ari Kristinn Jónsson.
Ari Kristinn Jónsson. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Braust inn í bílskúr tvo daga í röð

17:51 Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir tvær tilraunir til þjófnaðar. Maðurinn játaði að hafa 10. maí og aftur 11. maí brotist inn í bílskúr í Reykjavík og reynt að stela þaðan búnaði til motorcross-iðkunnar. Meira »

Ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu

17:48 Lögreglan á Austurlandi brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni fyrir austan næsta sólarhringinn að nauðsynjalausu. Veðurspá gerir ráð fyrri óvenjumikilli úrkomu í landshlutanum. Meira »

Ekki mikilvægast að koma börnum í skjól

16:45 „Ég tek ekki undir með háttvirtum þingflokksformanni Vinstri grænna, að mikilvægasta málið sé að koma börnum í skjól. […] Það er jafn mikilvægt að bjarga fjölskyldum og búum sauðfjárbænda.“ Þetta sagði Framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson í umræðu um breytingar á lögum um uppreista æru. Meira »

Rimantas fannst látinn

16:35 Rimantas Rimkus, sem lýst var eftir í júní, fannst látinn á höfuðborgarsvæðinu í lok síðasta mánaðar. Rimantas, sem var 38 ára og frá Litháen, lætur eftir sig tvö börn. Meira »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »

Tólf mánaða dómar fyrir fjársvik

14:47 Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til 12 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir fjársvik. Mennirnir, annar á fimmtugsaldri en hinn á sextugsaldri, voru ákærðir fyrir að hafa látið útbúa 22 tilhæfulausa reikninga frá Vert ehf. til Ölgerðarinnar. Meira »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

14:40 Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Borgarísjaki út af Ströndum

14:35 Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri. Meira »

Vonbrigði að ná ekki að klára

14:25 Ekki tókst að afgreiða frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, svo nefnda NPA-þjónustu og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga úr velferðarnefnd fyrir þinglok. Þetta staðfestir formaður velferðarnefndar. Nefndin hafi þó tryggt málinu áframhaldandi farveg. Meira »

Skapa svigrúm og nýtt þing tekur afstöðu

14:14 Frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga er annað þeirra frumvarpa sem stendur til að afgreiða á Alþingi í dag áður en þingstörfum lýkur. Frumvarpið þarf að fara í gegnum þrjár umræður og hljóta afgreiðslu í nefnd áður en það verður að lögum. Meira »

Eignir Magnúsar kyrrsettar

13:28 Beiðni stjórnar United Silicon um að kyrrsetja eignir Magnúsar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið samþykkt hjá sýslumanni. Meira »

Rúv vanrækti almannaþjónustuhlutverk

14:21 Umboðsmanni Alþingis hafa af og til borist kvartanir og ábendingar frá einstaklingum sem búa við heyrnarskerðingu um skort á aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins og þar með að það fullnægi ekki þeim kröfum sem kveðið er á um í lögum. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sent var fyrr í þessum mánuði. Meira »

Tekist á um stjórnarskrármálið

14:07 Þingfundur er hafinn á Alþingi en hann hófst klukkan 13:30. Stefnt er að því að ljúka nokkrum málum í dag, einkum er þar um að ræða breytingar á lögum um útlendinga varðandi stöðu barna í röðum hælisleitenda og afnám uppreistar æru í lögum. Meira »

Sækja um endurupptöku

13:17 Samkvæmt frumvarpi um breyt­ingar á út­lend­inga­lög­um sem verður lagt fyrir Alþingi í dag mun fjölskyldan frá Gana geta sótt um endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála verði frumvarpið að lögum, að sögn Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns fjölskyldunnar sem á að vísa úr landi. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
 
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...