Fagna umræðu um nám á ensku

Hvort sem fyrirlestrar eru á íslensku eða ensku er nauðsynlegt ...
Hvort sem fyrirlestrar eru á íslensku eða ensku er nauðsynlegt að þeir séu áhugaverðir. mbl.is/Kristinn

Íslensk málnefnd hefur áhyggjur af mikilli notkun ensku í háskólastarfi hér á landi og segir m.a. að haldi þessi þróun áfram blasi við að verulega muni þá þrengt að íslenskri tungu í háskólasamfélaginu á Íslandi. Rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík fagna því að rætt sé um málið.

Í nýlegri ályktun málnefndar segir að í mörgum háskólagreinum sé mikill meirihluti námsefnis á ensku og svo hafi reyndar verið um langa hríð. Á síðustu árum hafi hlutur ensku farið mjög vaxandi og jafnframt dregið úr notkun námsefnis á öðrum tungumálum. Nú sé svo komið að um og yfir 90 af hundraði alls námsefnis í háskólum á Íslandi sé á ensku. 

Þá segir í ályktun málnefndar að mjög hafi færst í vöxt að kennsla og verkefnavinna fari fram á ensku, bæði í grunnnámi og framhaldsnámi.

Í ályktuninni kemur fram að skólaárið 2009-2010 voru 250 af 2.250 námskeið við HÍ á ensku eða ríflega 11 af hundraði. Af þeim voru 120 í grunnnámi. Við Háskólann í Reykjavík voru alls sautján námsbrautir þar sem kennt var alfarið á ensku, m.a. meistaranámsbrautir í verkfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði og lýðheilsu. Við Háskólann á Akureyri er kennt á ensku í allmörgum námskeiðum í lögfræði og félagsvísindum og þar er líka verið boðið upp á meistaranám í tölvunarfræði á ensku. Nemendum Háskólans á Bifröst býðst BS-nám á íslensku og ensku. 

Geta sagt það sem þeir vilja á íslensku

Í ályktuninni er bent á að nemendur með erlent ríkisfang eru rétt um sex af hundraði allra nemenda. Einhverjir þeirra tali íslensku og sumir beinlínis stundi nám í íslensku. Málnefndin telur að þetta veki spurningar um hvenær eðlilegt sé að leggja íslensku til hliðar og nota ensku sem vinnumál. „Ekki má gleyma því að á móðurmálinu getur málnotandinn sagt það sem hann vill en á erlendu máli segir hann aðeins það sem hann getur sagt,“ segir í ályktuninni.

Ályktunin fylgir með neðar í fréttinni.

 Fagna umræðunni

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segist fagna ályktun íslenskrar málnefndar þar sem kennsla á ensku í háskólum sé gerð að umtalsefni. Hún telur ekki að í HÍ sé of mikil áhersla lögð á kennslu á ensku en mikilvægt sé að ræða um stöðu íslenskrar tungu í háskólum.

Í HÍ er ekki kennt á ensku þegar kennari og allir nemendur eru íslenskumælandi.

Kristín segir að íslenska sé að sjálfsögðu tungumál skólans og sé notuð í langflestum tilfellum. Tiltekin meistaranámskeið séu alfarið kennd á ensku en engin námslína í grunnnámi sé kennd eingöngu á ensku. Í jarðvísindum geti erlendir nemendur hins vegar sótt nám í einn vetur þar sem kennt er á ensku.

„Auðvitað er íslenska tungumál skólans en hins vegar er það líka svo að það er ekki hjá því komist í umhverfi sem er alþjóðlegt að sumt sem ritað er sé á ensku og að stundum sé nauðsynlegt að grípa til enskrar tungu í kennslu,“ segir hún.

Oftast sé kennt á íslensku þótt erlendir nemar séu í kennslustundum. Stundum hafi kennarar, í samráði við nemendur, skipt yfir í ensku þegar erlendir nemendur eru í hópnum. Um þetta gildi ekki fastmótaðar reglur. Þá sé mjög algengt að erlendir nemar leggi sig eftir því að læra íslensku. Kristín segir ekkert í tillögum íslenskrar málnefndar stangast á við það sem nú sé stundað í Háskóla Íslands.

 Grunnám þarf ekki öllu jöfnu að vera á íslensku

 Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, fagnar einnig umræðu um stöðu íslensku í háskólasamfélaginu. Hann telur ekki að í HR sé of mikil áhersla lögð á kennslu á ensku en mikilvægt sé að ræða um stöðu íslenskrar tungu í háskólum.

Ari Kristinn segir sjálfsagt að háskólar marki sér málstefnu. Háskólar hafi skyldum að gegna við íslenskuna og enginn hafi áhuga á að ýta henni til hliðar. Hann minnir  að uppbygging háskólastarfs hér á landi styrki íslenskuna. „Hinn valkosturinn hefur verið að sækja nám og störf erlendis og þar er auðvitað ekkert á íslensku.“ Um leið verði að hafa í huga að markmið háskólastarfs sé að veita góða menntun. „Og það er ekki gert nema í alþjóðlegu samfélagi, með því að fá þá bestu til að kenna, vera í samstarfi við þá bestu og með því að bera okkar rannsóknir og niðurstöður við það sem est gerist.“

Með því að birta rannsóknir og fræðigreinar á ensku þurfi að standast alþjóðleg viðmið og gæðakröfur. Jafnframt verði að leggja áherslu á að fræðimenn kynni sínar niðurstöður fyrir Íslendingum á íslensku, s.s. með fyrirlestrum.

Málnefndin leggur m.a. til að grunnám verði að öllu jöfnu á íslensku. Ari er ósammála þeirri tillögu. Hann bendir á að fengur sé að erlendum kennurum og að nemendur í grunnnámi eigi líka að njóta þess að sterkir erlendir fræðimenn komi í skemmri eða lengri tíma til að kenna hér. Þá væru ýmis tækifæri fólgin í því að laða erlenda nemendur til Íslands. „Við megum hvorki tapa íslenskunni né gæðum háskólastarfsins.“


Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.
Ari Kristinn Jónsson.
Ari Kristinn Jónsson. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundum“

16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

„Var hugsað sem pólitísk aðför“

15:33 „Þrátt fyrir að dómstólinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Flokkarnir nálgast lendingu

15:38 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við mbl.is. Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram. Meira »

Myndaði nakta konu í sturtu

15:14 Héraðsdómur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á síðasta ári tekið myndband af konu án hennar vitneskju þegar hún var nakin í sturtu. Þá fór hann inn í kvennaklefa í þeim tilgangi að taka myndband af annarri konu þegar hún var einnig nakin í sturtu. Meira »

Samþykktu tillögu um Landssímareit

14:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag deiliskipulagstillögu Landssímareitsins svokallaða við Austurvöll. Þar með er heimild til að reisa 160 herbergja hótel á reitnum fest frekar í sessi. Meira »

Þrír slösuðust á Holtavörðuheiði

14:51 Þrír slösuðust í árekstrinum sem varð á Holtavörðuheiði fyrr í dag og verða þeir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi eða á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Meira »

Starfshópur um seinkun klukku

14:47 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar. Meira »

Vegum lokað um allt land

14:35 Búið er að opna vegi á Suðausturlandi en hætta er á að loka þurfi einhverjum hluta af Þjóðvegi 1 aftur. Hvasst er á svæðinu en vindhraði mælist til að mynda 22 m/s á Höfn og 26 m/s á Hvalnesi. Meira »

8 bíla árekstur á Holtavörðuheiði

13:39 Fjöldaárekstur varð á Holtavörðuheiði nú um eittleytið þegar að minnsta kosti 8 ökutæki rákust saman. Búið er að loka heiðinni vegna óhappsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Sáu blágrænt ljós þjóta yfir himininn

12:50 Íbúar á Breiðdalsvík sáu blágrænt ljós á himni á mikilli ferð yfir bænum á þriðjudag. Hrafnkell Hannesson var einn þeirra íbúa sem varð var við ljósaganginn. Hann var staddur í Kaupfélaginu þegar ljósið fór yfir. „Þaðan sem við sátum virtist ljósið vera mjög nálægt,“ segir hann. Meira »

„Má segja að ríkið sleppi með þetta“

14:06 „Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það má segja að ástæðan sé sú að umfang málsins fyrir Mannréttindadómstólnum er miklu minna en lagt var upp með í kærunni.“ Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, í samtali við mbl.is. Meira »

Skóla og sundlaug lokað vegna veðurs

12:58 Skólahald hefur verið fellt niður í dag í Varmahlíðarskóla, skólunum á Sauðárkróki og í Grunnskólanum austan Vatna vegna veðurs og þá verður sundlauginni í Varmahlíð lokað kl. 14. Meira »

Geir segist virða niðurstöðuna

12:30 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu með dómi Landsdóms í apríl 2012 gegn Geir. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Stimplar
...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...