Viðurkennir kókaínsmygl hingað

Karl Magnús Grönvold, sem tekinn var með sex kíló af kókaíni í Brasilíu í júní 2007, viðurkennir í nýútkominni bók að hafa smyglað kókaíni til Íslands sem burðardýr.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í gær ekki getað svarað því hvort sú játning sem fram kemur í bókinni myndi leiða til sakamálarannsóknar og hugsanlegrar ákæru, enda hefði hún ekki lesið umræddan bókarkafla.

Aðspurð hvort játning í bók myndi duga til sakfellingar, færi svo að viðkomandi myndi draga framburð sinn til baka í yfirheyrslum eða fyrir dómi, sagði hún að úr því yrði ekki skorið nema fyrir héraðsdómi.

Bókin sem um ræðir heitir Brasilíufanginn og er viðtalsbók við Karl. Hún er rituð af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni. Í bókinni lýsir Karl því þegar hann er tekinn fastur á flugvellinum í Sao Paulo 2007 og dvöl sinni í brasilísku fangelsi innan um harðsvíraða glæpamenn. Honum var sleppt á skilorði í maí á þessu ári og losnaði úr skilorðinu 15. september í haust.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert