Lægri sektir hjá tekjulitlum

Eftirlit með ökuhæfni með tilliti til aldurs og sjúkdóma verður …
Eftirlit með ökuhæfni með tilliti til aldurs og sjúkdóma verður eflt.

Frumvarp til nýrra umferðarlaga, sem Ögmundur Jónasson samgöngumálaráðherra leggur fram, hefur verið samþykkt í rikisstjórn og verður nú lagt fyrir Alþingi. Meðal nýmæla er heimild til að lækka sektir vegna umferðarlagabrota geti sakborningur sannað að hann hafi tekjur undir hálfum öðrum lágmarkslaunum.

 Skilgreiningu á hugtakinu „vegur“ er breytt þannig að í sta þss að ,,merkt vegslóð" teljist til vegar mun framvegis muni orðið ,,vegslóði" teljist til vegar í skilningi umferðarlaga. Gert er ráð fyrir að GPS-gagnagrunnur verði tekinn í notkun  þar sem skráð verði hvaða vegslóðar falli undir umrædda skilgreiningu.

 Ökuleyfisaldur verður hækkaður í áföngum úr 17 árum í 18 árið 2016, einnig verður sett á laggirnar ,,raunhæfara og skilvirkara kerfi við mat á aksturshæfni ökumanna" og trúnaðarlækni Umferðarstofu falið að meta hæfnina, svo sem vegna aldurs og sjúkdóma.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert