Vantar fólk í vinnu fyrir austan

Neskaupstaður í Fjarðabyggð.
Neskaupstaður í Fjarðabyggð. www.mats.is

Fyrirtæki á Austurlandi vantar fólk í vinnu og þar er kraftur í atvinnulífinu, að því er segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir einnig að Austfirðingar bjóði velkomið fólk sem vill skjóta rótum fyrir austan og taka þátt í uppbyggingunni sem þar á sér stað.

„Mikill útflutningur er frá svæðinu en fjölmörg öflug fyrirtæki í sjávarútvegi, iðnaði, ferðaþjónustu og fleiri greinum skapa þjóðfélaginu dýrmætar gjaldeyristekjur. Niðurskurður á opinberri þjónustu, einkum, heilbrigðisþjónustu, ógnar þó búsetuskilyrðum fólks á svæðinu gangi hann eftir og gerir fyrirtækjum erfiðara fyrir að manna störf,“ segir í fréttinni. 

Fréttin á vef SA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert