Líkjast kommúnistaflokkunum

LIlja Mósesdóttir.
LIlja Mósesdóttir. mbl.is/Kristinn

Lilja Mósesdóttir alþingismaður kveðst vera mjög hugsandi um sína stöðu eftir flokksráðsfund VG. Hún segir að það hafi verið sér mikil vonbrigði að fundurinn skyldi ekki samþykkja tillögu hennar og Ásmundar Einars Daðasonar um að taka undir orð forsætisráðherra um endurskoðun ramma fjárlaga.

Lilja skrifaði í morgun á Facebook síðu sína og vekur færslan ýmsar spurningar. Hún skrifar:

„Stjórnarflokkar líkjast meir og meir gömlu kommunistaflokkunum eftir því sem gagnrýnin á forystuna eykst bæði innan og utan þeirra. Fundir verða að hátíðarsamkomum til að hylla leiðtogana og hjörðin er rekin á bás til að klappa og greiða atkvæði í samræmi við vilja leiðtoganna. Kjósendur horfa agndofa á leiksýninguna og öskra á uppstokkun en ekkert mun gerast fyrr en boðað verður til kosninga.“

Lilja var spurð við hvað hún ætti við með því að líkja stjórnarflokkum við gömlu kommúnistaflokkana?

„Þú verður að athuga að ég kem úr Kvennalistanum. Ég er að upplifa „flokk“ eftir að hafa verið í meiri grasrótarhreyfingu þar sem reglulega var skipt um þingmenn og foringja. Mér brá svolítið á föstudagskvöldið þegar allir flokksráðsmenn stóðu upp og klöppuðu mikið, lengi og ákaft, eftir ræðu foringjans,“ sagði Lilja.

Hún sagði að af fréttum að dæma hafi svipað gerst á fundi hjá Samfylkingunni og mikið verið klappað eftir ræðu formannsins. Lilja telur að flokksmenn, ekki síður í VG en öðrum flokkum, þurfi að velta fyrir sér hvort ekki þurfi meira lýðræði innan þeirra og að skipta um formenn með reglulegu millibili. Það sé í mesta lagi rætt um að skipta um þingmenn eftir tvö kjörtímabil, en ekkert um formennina.

En endurspeglar Facebook-færslan vonbrigði hennar með Vinstrihreyfinguna grænt framboð?

„Þetta voru vonbrigðin, þetta klapp. Ég hélt að þetta væri meiri grasrótarhreyfing og jafnvel þótt þau væru hrifin af foringjanum þá myndu þau ekki gera þetta,“ sagði Lilja.

Hún sagði að mikið hafi verið tekist á um tillögu hennar og Ásmundar Einars Daðasonar um að flokksráðsfundurinn ályktaði að endurskoða ætti ramma fjárlaga. Lilja taldi eðlilegt að fundurinn ályktaði í þá veru til að taka undir með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að fara ætti vægar í niðurskurðinn.

„Steingrímur [J. Sigfússon] lagðist gegn því og málinu var vísað í þingflokkinn. Það voru mikil vonbrigði að flokksráðsfundurinn vildi ekki taka undir með Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði Lilja.

Hún kveðst hafa verið þeirrar skoðunar að boða ætti til kosninga og hreinsa út, allt frá því að atkvæði voru greidd um ráðherraábyrgðina á Alþingi.  Það sé eðlilegt í ljósi þess að rannsóknarskýrsla Alþingis sé komin út og þar komi fram ýmsar upplýsingar sem kjósendur hefðu þurft að hafa fyrir síðustu kosningar til að meta fólk og flokka.

En er Lilja á leið út úr VG?

„Ég tel að ég hafi verið kosin til ákveðinna verka, meðal annars að tryggja vinstrimennsku og ekki síst að standa vörð um velferðarkerfið og störfin í því. Ég hef efasemdir um að við séum að ná því með þessu fjárlagafrumvarpi,“ sagði Lilja.

Hún segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um að segja skilið við þingflokk VG. „En ég er mjög hugsi eftir þennan flokksráðsfund, sérstaklega að hann skyldi ekki geta tekið undir með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra,“ sagði Lilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Matador heilsársdekk
Matador heilsársdekk fyrir sendibíla - Tilboð 175/75 R 16 C kr. 17.500 205/75 R ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...