Líkjast kommúnistaflokkunum

LIlja Mósesdóttir.
LIlja Mósesdóttir. mbl.is/Kristinn

Lilja Mósesdóttir alþingismaður kveðst vera mjög hugsandi um sína stöðu eftir flokksráðsfund VG. Hún segir að það hafi verið sér mikil vonbrigði að fundurinn skyldi ekki samþykkja tillögu hennar og Ásmundar Einars Daðasonar um að taka undir orð forsætisráðherra um endurskoðun ramma fjárlaga.

Lilja skrifaði í morgun á Facebook síðu sína og vekur færslan ýmsar spurningar. Hún skrifar:

„Stjórnarflokkar líkjast meir og meir gömlu kommunistaflokkunum eftir því sem gagnrýnin á forystuna eykst bæði innan og utan þeirra. Fundir verða að hátíðarsamkomum til að hylla leiðtogana og hjörðin er rekin á bás til að klappa og greiða atkvæði í samræmi við vilja leiðtoganna. Kjósendur horfa agndofa á leiksýninguna og öskra á uppstokkun en ekkert mun gerast fyrr en boðað verður til kosninga.“

Lilja var spurð við hvað hún ætti við með því að líkja stjórnarflokkum við gömlu kommúnistaflokkana?

„Þú verður að athuga að ég kem úr Kvennalistanum. Ég er að upplifa „flokk“ eftir að hafa verið í meiri grasrótarhreyfingu þar sem reglulega var skipt um þingmenn og foringja. Mér brá svolítið á föstudagskvöldið þegar allir flokksráðsmenn stóðu upp og klöppuðu mikið, lengi og ákaft, eftir ræðu foringjans,“ sagði Lilja.

Hún sagði að af fréttum að dæma hafi svipað gerst á fundi hjá Samfylkingunni og mikið verið klappað eftir ræðu formannsins. Lilja telur að flokksmenn, ekki síður í VG en öðrum flokkum, þurfi að velta fyrir sér hvort ekki þurfi meira lýðræði innan þeirra og að skipta um formenn með reglulegu millibili. Það sé í mesta lagi rætt um að skipta um þingmenn eftir tvö kjörtímabil, en ekkert um formennina.

En endurspeglar Facebook-færslan vonbrigði hennar með Vinstrihreyfinguna grænt framboð?

„Þetta voru vonbrigðin, þetta klapp. Ég hélt að þetta væri meiri grasrótarhreyfing og jafnvel þótt þau væru hrifin af foringjanum þá myndu þau ekki gera þetta,“ sagði Lilja.

Hún sagði að mikið hafi verið tekist á um tillögu hennar og Ásmundar Einars Daðasonar um að flokksráðsfundurinn ályktaði að endurskoða ætti ramma fjárlaga. Lilja taldi eðlilegt að fundurinn ályktaði í þá veru til að taka undir með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að fara ætti vægar í niðurskurðinn.

„Steingrímur [J. Sigfússon] lagðist gegn því og málinu var vísað í þingflokkinn. Það voru mikil vonbrigði að flokksráðsfundurinn vildi ekki taka undir með Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði Lilja.

Hún kveðst hafa verið þeirrar skoðunar að boða ætti til kosninga og hreinsa út, allt frá því að atkvæði voru greidd um ráðherraábyrgðina á Alþingi.  Það sé eðlilegt í ljósi þess að rannsóknarskýrsla Alþingis sé komin út og þar komi fram ýmsar upplýsingar sem kjósendur hefðu þurft að hafa fyrir síðustu kosningar til að meta fólk og flokka.

En er Lilja á leið út úr VG?

„Ég tel að ég hafi verið kosin til ákveðinna verka, meðal annars að tryggja vinstrimennsku og ekki síst að standa vörð um velferðarkerfið og störfin í því. Ég hef efasemdir um að við séum að ná því með þessu fjárlagafrumvarpi,“ sagði Lilja.

Hún segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um að segja skilið við þingflokk VG. „En ég er mjög hugsi eftir þennan flokksráðsfund, sérstaklega að hann skyldi ekki geta tekið undir með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra,“ sagði Lilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er ein af þeim 51 kvik­mynd sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Aldrei tíma til að reykja eða drekka

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

07:57 Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september. Meira »

Réttindalausir ökumenn á ferð

07:10 Nokkuð var um að lögreglan á Suðurnesjum hefði afskipti af réttindalausum ökumönnum um helgina. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuréttindum eða aldrei öðlast þau. Meira »

Ísland eyðir langmestu í tómstundir

07:37 Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin (ESB). Meira »

Milt og gott veður

06:39 Spáð er rólegheita- og mildu veðri næstu daga með hægum vindi og víða sést til sólar. Undir helgi er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna en síst norðaustan til. Meira »

Styðja tillögu Varðar

05:52 Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við tillögu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um blandaða prófkjörsleið fyrir framboðslista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Búðarþjófar og dópaðir bílstjórar

05:48 Þrír voru staðnir að þjófnaði í verslun í Smáralind síðdegis í gær en þeir voru á aldrinum 29 ára til 41 árs. Einn þeirra lét lögreglu fá fíkniefni sem hann var með á sér þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Málið var afgreitt með skýrslu á staðnum.   Meira »

Nemar sækja í rafbækur

05:30 Sala rafrænna kennslubóka á háskólastigi hefur aukist mikið hjá netversluninni Heimkaupum að undanförnu.   Meira »

Nýjar reglugerðir hægja á áætlanagerð

05:30 Stærri sveitarfélög reka lestina í gerð brunavarnaáætlunar, en ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2012. Á Akureyri rann brunavarnaáætlunin út árið 2013. Meira »

Tillögur um fiskeldi kynntar ríkisstjórn

05:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir ríkisstjórninni í dag niðurstöður starfshóps um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »

Sjálfvirkt eftirlit fækkar slysum

05:30 Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 14 alvarleg slys og 6 banaslys í umferðinni ef sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefði verið beitt á ákveðnum vegaköflum í báðar áttir. Meira »

Stór makríll uppistaðan í aflanum

05:30 Uppstaðan í makrílafla sumarsins er stór fiskur og yngri árgangar hafa lítið sést að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Venusi NS-150. Meira »

Uppkaup á ærgildum möguleg

05:30 Uppkaup ríkisins á ærgildum eru meðal þeirra tillagna sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett fram til lausnar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Hverfandi myndast

05:30 Hálslón er nú komið á yfirfall en yfirborð lónsins náði 625 metrum yfir sjávarmáli aðfaranótt síðastliðins laugardags, 19. ágúst. Meira »
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
40 feta kæligámur til sölu
Til sölu 40 feta kæli/frystigámur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, Gámurinn hef...
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Gúmmíbátur, slöngubátur. Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geym...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...