Líkjast kommúnistaflokkunum

LIlja Mósesdóttir.
LIlja Mósesdóttir. mbl.is/Kristinn

Lilja Mósesdóttir alþingismaður kveðst vera mjög hugsandi um sína stöðu eftir flokksráðsfund VG. Hún segir að það hafi verið sér mikil vonbrigði að fundurinn skyldi ekki samþykkja tillögu hennar og Ásmundar Einars Daðasonar um að taka undir orð forsætisráðherra um endurskoðun ramma fjárlaga.

Lilja skrifaði í morgun á Facebook síðu sína og vekur færslan ýmsar spurningar. Hún skrifar:

„Stjórnarflokkar líkjast meir og meir gömlu kommunistaflokkunum eftir því sem gagnrýnin á forystuna eykst bæði innan og utan þeirra. Fundir verða að hátíðarsamkomum til að hylla leiðtogana og hjörðin er rekin á bás til að klappa og greiða atkvæði í samræmi við vilja leiðtoganna. Kjósendur horfa agndofa á leiksýninguna og öskra á uppstokkun en ekkert mun gerast fyrr en boðað verður til kosninga.“

Lilja var spurð við hvað hún ætti við með því að líkja stjórnarflokkum við gömlu kommúnistaflokkana?

„Þú verður að athuga að ég kem úr Kvennalistanum. Ég er að upplifa „flokk“ eftir að hafa verið í meiri grasrótarhreyfingu þar sem reglulega var skipt um þingmenn og foringja. Mér brá svolítið á föstudagskvöldið þegar allir flokksráðsmenn stóðu upp og klöppuðu mikið, lengi og ákaft, eftir ræðu foringjans,“ sagði Lilja.

Hún sagði að af fréttum að dæma hafi svipað gerst á fundi hjá Samfylkingunni og mikið verið klappað eftir ræðu formannsins. Lilja telur að flokksmenn, ekki síður í VG en öðrum flokkum, þurfi að velta fyrir sér hvort ekki þurfi meira lýðræði innan þeirra og að skipta um formenn með reglulegu millibili. Það sé í mesta lagi rætt um að skipta um þingmenn eftir tvö kjörtímabil, en ekkert um formennina.

En endurspeglar Facebook-færslan vonbrigði hennar með Vinstrihreyfinguna grænt framboð?

„Þetta voru vonbrigðin, þetta klapp. Ég hélt að þetta væri meiri grasrótarhreyfing og jafnvel þótt þau væru hrifin af foringjanum þá myndu þau ekki gera þetta,“ sagði Lilja.

Hún sagði að mikið hafi verið tekist á um tillögu hennar og Ásmundar Einars Daðasonar um að flokksráðsfundurinn ályktaði að endurskoða ætti ramma fjárlaga. Lilja taldi eðlilegt að fundurinn ályktaði í þá veru til að taka undir með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að fara ætti vægar í niðurskurðinn.

„Steingrímur [J. Sigfússon] lagðist gegn því og málinu var vísað í þingflokkinn. Það voru mikil vonbrigði að flokksráðsfundurinn vildi ekki taka undir með Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði Lilja.

Hún kveðst hafa verið þeirrar skoðunar að boða ætti til kosninga og hreinsa út, allt frá því að atkvæði voru greidd um ráðherraábyrgðina á Alþingi.  Það sé eðlilegt í ljósi þess að rannsóknarskýrsla Alþingis sé komin út og þar komi fram ýmsar upplýsingar sem kjósendur hefðu þurft að hafa fyrir síðustu kosningar til að meta fólk og flokka.

En er Lilja á leið út úr VG?

„Ég tel að ég hafi verið kosin til ákveðinna verka, meðal annars að tryggja vinstrimennsku og ekki síst að standa vörð um velferðarkerfið og störfin í því. Ég hef efasemdir um að við séum að ná því með þessu fjárlagafrumvarpi,“ sagði Lilja.

Hún segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um að segja skilið við þingflokk VG. „En ég er mjög hugsi eftir þennan flokksráðsfund, sérstaklega að hann skyldi ekki geta tekið undir með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra,“ sagði Lilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

Í gær, 17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

Í gær, 17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Löggan tístir á Twitter

Í gær, 17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

Í gær, 16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar saumavélar í úrvali með 3 ára ábyrgð. Notaðar saumavélar af ýmsum tegundum...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
 
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...