Sakar Barnaverndarstofu um að leka póstunum

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sakar Barnaverndarstofu um að hafa lekið tölvupósti milli sín og félagsmálaráðherra um meðferðarheimilið Árbót í Fréttablaðið. Hann segir að faglega hafi verið staðið að málinu af hálfu stjórnvalda.

Ólöf Nordal alþingismaður spurði Steingrím á Alþingi í dag um bætur sem ríkið greiddi rekstraraðilum á Árbót eftir að samningi um rekstur heimilisins var sagt upp í lok síðasta árs. Ríkið greiddi 30 milljónir, en í Fréttablaðinu í dag kom fram að forstjóri Barnaverndarstofu taldi að engar forsendur hefðu verið fyrir þessum greiðslum.

Ekki ótvírætt uppsagnarákvæði

Steingrímur sagði að málið væri á forræði félagsmálaráðuneytisins. Barnaverndarstofu og rekstraraðilum heimilisins hefði mistekist að ná samkomulagi um lyktir málsins. „Barnaverndarstofa óskaði þá sjálf eftir því að félagsmálaráðuneytið yfirtæki það mál og reyndi að leiða það til lykta. Það gerði síðan félagsmálaráðuneytið. Það var að tillögu embættismanna og lögfræðinga þess sem gengið var til samkomulags við rekstraraðilana um uppgjör á málinu. Það var í einu og öllu farið að því sem eðlilegt var.

Það er þannig með þessa samninga að í þeim er ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Þetta viðurkenndi Barnaverndarstofa í reynd með því að ganga til viðræðna við rekstaraðilana í framhaldi af því að hafa tilkynnt þeim um uppsögn í lok árs,“ sagði Steingrímur.

Steingrímur sagði að samningur hefði verið kynntur fyrir fjármálaráðuneytinu sem hefði samþykkt hann. Málið hefði verið kynnt í ríkisstjórn og óskað hefði verið eftir fjárheimild í aukafjárlögum.

Steingrímur sagði að heimilið hefði verið í fullum rekstri fram til áramóta og því ekki annað hægt en að koma til móts við rekstraraðilana vegna þess kostnaðar sem þeir sátu uppi með. „Ég tel að það hafi verið eðlilega unnið að þessu máli á allan hátt og í samræmi við góðar stjórnsýsluvenjur.


Tölvupóstur sá sem ég ritaði í janúarmánuði var vegna þess að við höfðum áhyggjur af því í fjármálaráðuneytinu að ef illa tækist til í þessu máli gæti verið um stóraukinn viðbótarkostnað að ræða sem við vildum sjá fagleg rök fyrir áður en lengra væri gengið.“


Ólöf benti á að það væru góðir stjórnsýsluhættir að leita til þeirra sem best þekktu til um svona mál eins og ríkislögmanns. Hún spurði hvort það væri svo að fjármálaráðherra gæti opnað ríkissjóð til að leysa þetta mál en ekki í öðrum tilvikum. „Ég get með engu móti fallist á að sú aðferðarfræði sem þarna hefur verið beitt falli undir skilgreiningu á góðum stjórnsýsluháttum.“


Steingrímur sagði betra að leysa svona erfið mál með samkomulagi, en að leysa þau fyrir dómstólum. Hann sagði að málið hefði aldrei verið á því stigi að það þyrfti að leita álits ríkislögmanns. „Áhyggjur okkar í janúarmánuði sneri að því ef þarna væri enn eina ferðina verið að stofna til kostnaðar vegna þess að uppbygging margra meðferðarheimila á undanförnum árum, ef menn kynna sér þá sögu, hefur ekki verið útlátalaus fyrir ríkið, þar sem hvert heimilið á fætur öðru hefur verið sett á stofn, sum komust aldrei í rekstur áður en þeim var lokað aftur. Það var ástæða til að biðja um faglegan rökstuðning og fá öll gögn fram í málinu. Það var það sem ég var í mínu einkabréfi til félagsmálaráðherra var að biðja um áður en lengra yrði haldið.


Það er svo önnur saga hvernig sá einkapóstur milli okkar félagsmálaráðherra er allt í einu kominn í blöðin, að því er virðist í gegnum Barnaverndarstofu. Það er örugglega þeirra framlag til að reyna að skapa sátt og frið um þennan málaflokk.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kúmentínsla í Viðey á sunnudag

10:43 Gestum Viðeyjar verður á sunnudag boðið að taka þátt í kúmentínslu, en hefð er komin fyrir kúmentínslu í eyjunni í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Meira »

Ölvaður rútubílstjóri sviptur réttindum

10:43 Rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, sem tekinn var fyrir ölvun við akstur um verslunarmannahelgina og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. „Við tökum mjög fljótt og hart á svona málum,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Kynnisferða Meira »

Ásta ráðin sviðstjóri starfsmannasviðs HÍ

10:32 Ásta Möller hefur verið ráðin sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá 1. ágúst. Hún starfaði sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá því í byrjun ágúst í fyrra er hún var ráðin tímabundið til eins árs. Meira »

Lögregla rannsakar sjálfsvígið

09:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát ungs manns sem tók sitt eigið líf á geðdeild Landspítala aðfaranótt föstudagsins síðasta. Í samtali við mbl.is segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að ekki hafi borist kæra vegna atviksins, en lögregla rannsaki alltaf mál af þessu tagi. Meira »

Strekkings norðanátt á landinu í dag

08:40 Áframhaldandi strekkings norðanátt verður á landinu í dag með talsverðu vatnsveðri fyrir norðan, en víða verður léttskýjað syðra. Norðanátti gengur síðan niður á morgun og veður fer skánandi. Meira »

Ekki vitað um íslensk fórnarlömb

08:21 Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um að ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á meðal þeirra sem létu lífið eða særðust í hryðju­verk­inu í Barcelona í gærdag, þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks á Römblunni. Meira »

Vilja reisa minnisvarða við Höfða

07:57 Bandaríska stríðsminnisvarðanefndin hefur sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um seinni heimsstyrjöldina í Reykjavík.  Meira »

Plakat Loftleiða falt fyrir 65.000 kr.

08:18 Gamalt plakat frá flugfélaginu Loftleiðum, líklega frá árinu 1955, er nú til sölu á vefsíðunni eBay. Athygli vekur að verðmiðinn er um 600 Bandaríkjadalir, eða um 65 þúsund íslenskar krónur. Meira »

Fær ekki greiddar frekari bætur

07:37 Samgöngustofa hefur úrskurðað að kona sem ferðaðist til Rómar með Wow Air í september síðastliðnum fái ekki bætur umfram þær sem Wow Air hefur nú þegar boðið henni vegna fimm daga farangurstafa. Meira »

5 teknir við ölvunarakstur

06:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 30 ökumenn við eftirlit með ölvunarakstri í nótt. 25 þeirra reyndust vera undir mörkum, en bifreiðum þeirra var lagt og bíllyklar teknir í vörslu lögreglu að því er segir í dagbók lögreglu. Meira »

Nýtt torg við Hlemm

05:30 Hafinn er undirbúningur deiliskipulags fyrir Hlemmsvæðið í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir að nýtt almenningstorg í líkingu við Austurvöll eða Lækjartorg verði þar sem nú er bílastæði við gamla banka- og pósthúsið við Rauðarárstíg. Meira »

Fleiri vinna 40 stundir í viku

05:30 Um þriðjungur starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði segist nú vinna sléttar 40 stundir að jafnaði í venjulegri viku og er það 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Meira »

Ferðatöskur fullar af eikarfræjum

05:30 Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og fagmálastjóri Skógræktarinnar, safnaði ásamt félögum sínum eikarfræjum úr 300 ára gömlum eikarskógi í fjöllunum suðvestan við Göttingen í Þýskalandi. Meira »

Aukið framboð á félagslegu húsnæði

05:30 Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auka framboð á félagslegu húsnæði til samræmis við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Meira »

Neysluvatn í Atlavík ekki drykkjarhæft

05:30 Bilun í tækjabúnaði veldur því að sjóða þarf neysluvatn á tjaldsvæðinu í Atlavík áður en það er drukkið.   Meira »

Vill tryggja útgáfuna

05:30 „Tilefnið er einfaldlega hin harðnandi og mikla samkeppni sem íslenskan á í og er að glíma við um þessar mundir og birtist meðal annars í stöðu bókaútgáfunnar sem útgefendur hafa nú kynnt.“ Meira »

Vöxtur á landsbyggðinni

05:30 Skýrsla Byggðastofnunar um Hagvöxt landshluta 2008 til 2015 er komin út. Þetta er áttunda skýrslan sem Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, gefur út. Meira »

Áhuginn mun aukast mikið

Í gær, 22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »
Dökkblár Citroen C4 til sölu Sjálfskipt
Dökkblár Citroen C4 til sölu Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Á...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...