Sakar Barnaverndarstofu um að leka póstunum

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sakar Barnaverndarstofu um að hafa lekið tölvupósti milli sín og félagsmálaráðherra um meðferðarheimilið Árbót í Fréttablaðið. Hann segir að faglega hafi verið staðið að málinu af hálfu stjórnvalda.

Ólöf Nordal alþingismaður spurði Steingrím á Alþingi í dag um bætur sem ríkið greiddi rekstraraðilum á Árbót eftir að samningi um rekstur heimilisins var sagt upp í lok síðasta árs. Ríkið greiddi 30 milljónir, en í Fréttablaðinu í dag kom fram að forstjóri Barnaverndarstofu taldi að engar forsendur hefðu verið fyrir þessum greiðslum.

Ekki ótvírætt uppsagnarákvæði

Steingrímur sagði að málið væri á forræði félagsmálaráðuneytisins. Barnaverndarstofu og rekstraraðilum heimilisins hefði mistekist að ná samkomulagi um lyktir málsins. „Barnaverndarstofa óskaði þá sjálf eftir því að félagsmálaráðuneytið yfirtæki það mál og reyndi að leiða það til lykta. Það gerði síðan félagsmálaráðuneytið. Það var að tillögu embættismanna og lögfræðinga þess sem gengið var til samkomulags við rekstraraðilana um uppgjör á málinu. Það var í einu og öllu farið að því sem eðlilegt var.

Það er þannig með þessa samninga að í þeim er ekki ótvírætt uppsagnarákvæði heldur endurskoðunarákvæði. Þetta viðurkenndi Barnaverndarstofa í reynd með því að ganga til viðræðna við rekstaraðilana í framhaldi af því að hafa tilkynnt þeim um uppsögn í lok árs,“ sagði Steingrímur.

Steingrímur sagði að samningur hefði verið kynntur fyrir fjármálaráðuneytinu sem hefði samþykkt hann. Málið hefði verið kynnt í ríkisstjórn og óskað hefði verið eftir fjárheimild í aukafjárlögum.

Steingrímur sagði að heimilið hefði verið í fullum rekstri fram til áramóta og því ekki annað hægt en að koma til móts við rekstraraðilana vegna þess kostnaðar sem þeir sátu uppi með. „Ég tel að það hafi verið eðlilega unnið að þessu máli á allan hátt og í samræmi við góðar stjórnsýsluvenjur.


Tölvupóstur sá sem ég ritaði í janúarmánuði var vegna þess að við höfðum áhyggjur af því í fjármálaráðuneytinu að ef illa tækist til í þessu máli gæti verið um stóraukinn viðbótarkostnað að ræða sem við vildum sjá fagleg rök fyrir áður en lengra væri gengið.“


Ólöf benti á að það væru góðir stjórnsýsluhættir að leita til þeirra sem best þekktu til um svona mál eins og ríkislögmanns. Hún spurði hvort það væri svo að fjármálaráðherra gæti opnað ríkissjóð til að leysa þetta mál en ekki í öðrum tilvikum. „Ég get með engu móti fallist á að sú aðferðarfræði sem þarna hefur verið beitt falli undir skilgreiningu á góðum stjórnsýsluháttum.“


Steingrímur sagði betra að leysa svona erfið mál með samkomulagi, en að leysa þau fyrir dómstólum. Hann sagði að málið hefði aldrei verið á því stigi að það þyrfti að leita álits ríkislögmanns. „Áhyggjur okkar í janúarmánuði sneri að því ef þarna væri enn eina ferðina verið að stofna til kostnaðar vegna þess að uppbygging margra meðferðarheimila á undanförnum árum, ef menn kynna sér þá sögu, hefur ekki verið útlátalaus fyrir ríkið, þar sem hvert heimilið á fætur öðru hefur verið sett á stofn, sum komust aldrei í rekstur áður en þeim var lokað aftur. Það var ástæða til að biðja um faglegan rökstuðning og fá öll gögn fram í málinu. Það var það sem ég var í mínu einkabréfi til félagsmálaráðherra var að biðja um áður en lengra yrði haldið.


Það er svo önnur saga hvernig sá einkapóstur milli okkar félagsmálaráðherra er allt í einu kominn í blöðin, að því er virðist í gegnum Barnaverndarstofu. Það er örugglega þeirra framlag til að reyna að skapa sátt og frið um þennan málaflokk.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sex þýðendur tilnefndir

21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörgu, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

Ferðir féllu niður í dag

17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

15:42 Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mjög dregið úr brottkasti

15:08 Mjög hefur dregið úr brottkasti á liðnum árum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook-síðu sinni. Vísar hún þar til funda sem hún hefur átt í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um brottkast og vigtunarmál með ráðuneytisstarfsmönnum, forstjóra Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu þar sem fram hafi komið að allar rannsóknir bentu til þess að dregið hafi mjög úr. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Kia Ceed 2012 árgerð
Til Sölu Kia Ceed, Dísel Tjónalaus Keyrður 72.xxx km Sjálfskiptur Reyklaust ...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...