Skannar komnir á talningarstað

Skannar teknir upp vegna talningar á kjörseðlum í stjórnlagaþingskosningunum.
Skannar teknir upp vegna talningar á kjörseðlum í stjórnlagaþingskosningunum.

Þrír skannar, sem notaðir verða fyrir talningu á kjörseðlum vegna stjórnlagaþings, komu til landsins frá Bretlandi síðdegis í dag. Allir kjörseðlar verða skannaðir inn og upplýsingatæknin nýtt til þess að reikna út niðurstöðu kosninganna. Hægt er að skanna um 75 þúsund kjörseðla í gegnum kerfið á dag. Um leið og skannarnir verða uppsettir hefjast prófanir með landskjörstjórn.

Skyggnir, dótturfélag Nýherja, hefur umsjón með talningakerfinu í umboði landskjörstjórnar. Um 30 sérfræðingar verða að staðaldri á vegum Skyggni í talningastöðinni í Laugardalshöll að vinna við kerfið frá því að kjörstöðum lokar að kvöldi 27. nóvember, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Nýherja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert