Fálkaorður ganga kaupum og sölum

Þessar fálkaorður voru boðnar upp í Noregi um liðna helgi.
Þessar fálkaorður voru boðnar upp í Noregi um liðna helgi. mbl.is

Gamlar íslenskar fálkaorður ganga enn kaupum og sölum meðal safnara erlendis. Um síðustu helgi var sett af tveimur slíkum orðum boðið upp hjá uppboðshúsi í Osló. Fór önnur orðan á 1.850 norskar krónur, jafnvirði um 35 þúsund króna, og hin orðan fór á 2.500 norskar, eða um 47 þúsund íslenskar.

Að sögn Magna R. Magnússonar safnara eru fálkaorðurnar jafnan eftirsóttar, líkt og sambærilegar medalíur fyrri tíma. Fyrir um ári síðan var greindi Morgunblaðið frá uppboði á fálkaorðum í Þýskalandi, en þær voru slegnar á mun hærra verði en þessar í Osló. Uppsett verð á stórriddarakrossi þar var um 270 þúsund krónur.

Uppsett verð á annarri orðunni í Osló var 1.200 norskar krónur en lokaverð var 1.850 krónur. Fór hin orðan á uppsettu verði, 2.500 krónum norskum. Við verðið má bæta 18% þókun seljandans. Báðar eru orðurnar frá lýðveldistímanum, að sögn Magna, þ.e. frá því eftir 1944, sú dýrari stórriddarakross.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert