Sérkennileg frásögn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Seyed Hossein Rezvani, sendiherra …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Seyed Hossein Rezvani, sendiherra Írans á Íslandi.

Örnólfur Thorsson, forsetaritari segir, að frásögn írönsku fréttastofunnar Fars af fundi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseti Íslands, með Seyed Hossein Rezvani, nýjum sendiherra Írans á Íslandi með aðsetur í Ósló, sé afar sérkennileg. 

Örnólfur sagði, að um hefði verið að ræða hefðbundnar kurteisisviðræður á fundi, sem stóð yfir í um 20 mínútur og hefðbundinn sé þegar sendiherrar afhenda forseta trúnaðarbréf sitt. 

Segir Örnólfur, að umræður um samstarf þjóðanna tveggja hefðu fyrst og fremst varðað aðkomu nemenda frá Íran að Jarðhitaskóla og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.   

Í frétt Fars News Agency sagði m.a. að Ólafur Ragnar og Rezvani hefðu á fundinum  lýst yfir „ánægju með vaxandi samskipti á milli Írans og Íslands“. Fyrirsögn greinarinnar er: „Forseti Íslands undirstrikar merkilega stöðu Írans í heiminum“.

Ísland efli tengslin við Íran

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert