Kokkalandsliðið í 7. sæti heimslistans

Íslenska kokkalandsliðið tekur við gullverðlaunum fyrir matreiðslu á heitum mat.
Íslenska kokkalandsliðið tekur við gullverðlaunum fyrir matreiðslu á heitum mat. Ljósmynd/Andreas

Ísland lenti í 7. sæti í heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fór í Lúxemborg í vikunni og lauk í gær.  Alls kepptu 27 þjóðir en Kokkalandsliðið fékk silfur fyrir kalda matinn og gull fyrir heita matinn.

Singapore hreppti fyrsta sætið í keppninni, en Svíþjóð annað sætið og Bandaríkin það þriðja, samkvæmt heimasíðu landsliðsins, Freisting.is

Í Kokkalandsliðinu, bæði heita og kalda matnum eru:

Gunnar Karl Gíslason,  Dill Resturant
Eyþór Rúnarson, Nauthóll
Friðgeir Ingi, Hótel Holt
Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, Fiskmarkaðurinn
Þráinn Vigfússon, Grillið
Ólafur Ágústsson, Vox
Jóhannes Steinn Jóhannesson, Vox
Ómar Stefánsson , Dill Resturant
Steinn Óskar Sigurðsson, Höfnin Restaurant
Guðlaugur P Frímmannsson, Fiskmarkaðurinn
Viktor Örn Andrésson, Bláa lónið Lava Restaurant
Stefán Hrafn Sigfússon, Mosfellsbakarí
Elísa Gelfert, Sandholt
Karl Viggó Vigfússon, Bakó Ísberg
Bjarni Kristinsson, Grillið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert