Menntamálaráðherra á von á barni

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra, greindi samstarfsmönnum sínum innan þingflokks Vinstri grænna frá því í gær að hún ætti von á barni í maí og myndi því fara í fæðingarorlof þá.

Eftir því sem mbl.is kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem ráðherra á Íslandi gengur með barn.

Katrín staðfesti þetta við mbl.is í dag en þetta er þriðja barn hennar og Gunnars Arnar Sigvaldasonar, eiginmanns hennar. Fyrir eiga þau hjón tvo syni. 

Katrín, sem er varaformaður VG, hefur verið menntamálaráðherra frá því í febrúar í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert