Fagna dómi yfir Pirate Bay

Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS.
Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS.

SMÁÍS, Samtök myndrétthafa á Íslandi, fagna staðfestingu áfrýjunardómstóls í Svíþjóð í dag á dómum yfir forsvarsmönnum skráaskiptisíðunnar The Pirate Bay. Vonast þau eftir að íslenskir dómstólar líti til þessa fordæmis í framtíðinni í slíkum málum.

Áfrýjunardómstóll í Svíþjóð staðfesti í dag, að þrír forsvarsmanna sænsku skráaskiptisíðunnar The Pirate Bay skuli sæta fangelsisrefsingu og greiða sekt. Mildaði dómurinn fangelsisrefsinguna en hækkaði sektina og nemur hún  46 milljónir sænskra króna, um 760 milljónum  króna. 

Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segist mjög ánægður með niðurstöðuna og segir hana gefa sterkt til kynna að Svíar ætli ekki að kvika frá hversu alvarlega þeir líta á þessi brot.

„Við fögnum þessu því að íslenskir dómstólar, eins og allir dómstólar á Norðurlöndum, horfa hver til annars með mál sem teljast til fordæmismála. Við vonum bara að dómar hér í landi verði í framtíðinni meira í átt við þennan,“ segir Snæbjörn. 

Snæbjörn segist heyra að utan að dómnum verði líklega áfrýjað til hæstaréttar en áhugavert sé að þeir hafi ekki verið dæmdir fyrir bein brot á höfundarrétti heldur fyrir að aðstoða aðra við að brjóta gegn slíkum rétti. Ekki hafi verið skýrt í lögum hvorki hér né á Norðurlöndunum um aðild að slíkum brotum.  

Hann telur þó áhrifin á síðuna aðeins verða tímabundin.

„Eftir því sem ég kemst næst er síðan hýst hjá [sænska stjórnmálaflokknum] Pirate Party samhliða Wikileaks-vefnum. Það verður farið á eftir þeim en af því að þeir fengu að vaxa og dafna svo lengi þá eru þetta orðnir moldríkir menn í dag,“ segir Snæbjörn.

Ef vefurinn fari niður muni hann bara opna í öðru landi. Snæbirni þykir ekki ólíklegt að eigendaskipti verði á síðunni því menn geti ekki lifað af slíkar fésektir endalaust. Þá gætu rétthafar í Bandaríkjunum enn farið í skaðabótamál við þá en það hafa þeir ekki gert hingað til. Þá gætu sektarupphæðirnar verði mun hærri.

„Þessi dómar eru farnir að færast yfir í það að upphæðirnar eru farnar að endurspegla aðeins meira verðmæti þess efnis sem fer þarna um þó að þetta sé bara brotabrot af því. Þá eru þetta samt alvöru upphæðir sem menn lifa ekki endalaust af að þurfa að borga,“ segir Snæbjörn. 

Þrír forsvarsmenn Pirate Bay, þeir Fredrik Neij, Gottfrid Svartholm Warg ...
Þrír forsvarsmenn Pirate Bay, þeir Fredrik Neij, Gottfrid Svartholm Warg og Peter Sunde. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Messað í nýju safnaðarheimili

07:57 Nýtt safnaðarheimili Áskirkju við Kirkjutorg á Völlunum í Hafnarfirði, sem hýsa mun kirkjustarf safnaðarins, var tekið í notkun í gær. Meira »

Tilnefndar til Ísnálarninnar

06:18 Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017 liggja fyrir en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Meira »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »

Uppfylla ekki lagaskyldu

05:30 „Það er grafalvarlegt mál að sveitarfélög skuli ekki fara eftir lögum og skuli ekki skipuleggja sig og skila inn brunavarnaáætlunum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Meira »

824 bíða stúdentaíbúða

05:30 824 umsækjendur fá ekki inni á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Háskóla Íslands eftir úthlutun í haust.  Meira »

Lokaður ofn en lykt hrellir íbúa

05:30 Ofn United Silicon, kísilverksmiðjunnar í Helguvík, er tilbúinn til gangsetningar á ný eftir lokun frá því á miðvikudag. Þrátt fyrir það hefur ofninn ekki verið gangsettur. Meira »

Ekki mokað aftur í göngin

05:30 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík, segir öryggi og tímasparnað það sem hæst standi upp úr varðandi Vaðlaheiðargöng. Meira »

Nýtt hljóðmælingakerfi komið upp

05:30 Isavia hefur tekið í gagnið nýtt gagnvirkt hljóðmælingakerfi við Keflavíkurflugvöll sem er opið öllum í gegnum vef fyrirtækisins. Meira »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 279.300,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Dökkblár Citroen C4 til sölu Sjálfskipt
Dökkblár Citroen C4 til sölu Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Á...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...