Löggjafinn fari yfir dóm Hæstaréttar

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Ómar

„Ég vil að löggjafinn fari yfir þetta og við leitum leiða til að réttlætið nái fram að ganga.“

Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í Morgunblaðinu í dag um þá niðurstöðu Hæstaréttar að lög, sem sett voru á Alþingi á síðasta ári um ábyrgðarmenn, séu andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Árni Páll segir að þessi niðurstaða skaði framgang laga um greiðsluaðlögun, en mikið er um sjálfskuldarábyrgðir hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert