Skotar í bandalagi hagsældar með Íslandi

Salmond ræðir möguleika á auknu samstarfi við Ísland í viðtalsþætti …
Salmond ræðir möguleika á auknu samstarfi við Ísland í viðtalsþætti BBC.

Skotar gætu myndað „boga hagsældar“ með Írlandi, Íslandi, Noregi og öðrum ríkjum, enda eiga þeir miklar ónýttar olíu- og gaslindir. Þetta kom fram í máli Alex Salmond, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, í fréttaskýringaþætti Stephens Sackur á BBC, Hardtalk. Salmond vill að Skotland gangi úr ESB.

Sackur vitnar til þeirra ummæla Salmonds, sem er forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, að skoska hagkerfið gæti orðið „keltneskt ljón“ líkt írska og hagkerfið hafi orðið „keltneskur tígur“ en sá síðarnefndi komst svo að orði fyrir kreppuna. Þá ber Sackur þá greiningu hagfræðinga að vextir af lánum til Skota myndu hækka ef þeir tækju þá ákvörðun að kljúfa sig frá Bretlandi. Salmond vísar þessu á bug og segir mörg dæmi um smáríki sem fá hagstæðari lán en breska ríkið. 

En slíkur klofningur er forsenda þess að Skotland geti gengið úr Evrópusambandinu.

Sackur vitnar til þeirrar greiningar hugveitunnar Center for Public Policy að ef Skotar yrðu sjálfstæðir stæðu þeir frammi fyrir 17 milljarða punda fjárlagahalla á ári og mikilli skuldabyrði.

Salmond gaf lítið fyrir þessi rök og benti á að skuldir hins opinbera á Bretlandi stefni í billjón punda (þúsund milljarða punda).

Ólíkt Bretlandi sé að finna miklar náttúruauðlindir í Skotlandi sem séu margfalt verðmætari en þær skuldir sem Skotar myndu takast á herðar. Með tíð og tíma gæti sjálfstætt Skotland orðið hluti af „boga hagsældarinnar“ (e. arch of prosperity) með olíu- og gasvinnslu sinni í Norðursjó.

Myndskeiðið, eða brot úr viðtalinu, má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert