Icesave kom ekki til tals

Icesave-samkomulaginu mótmælt á Austurvelli.
Icesave-samkomulaginu mótmælt á Austurvelli. Kristinn Ingvarsson

Marel kynnti í gær allsherjarendurfjármögnun á skuldum félagsins. Hollensku bankarnir ING Bank, Rabobank og ABN Amro eru veigamestir í endurfjármögnuninni, sem nemur alls 350 milljónum evra. Sé miðað við gengisskráningu Seðlabanka Íslands nemur það um 54 milljörðum íslenskra króna.

Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, segir í samtali í Morgunblaðinu í dag að sú staðreynd að ekki hafi verið gengið frá samningum við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins hafi ekki verið fyrirstaða.

Raunar hafi það ekki komið til tals í viðræðum um endurfjármögnun Marels. Árni Oddur segist binda vonir við að endurfjármögnun Marels ryðji brautina fyrir önnur íslensk fyrirtæki á alþjóðlega fjármagnsmarkaði.

Fjármagnskostnaður af láninu sem Marel hefur samið um eru 3,2%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert