Kosningaþátttaka líklega um 40%

Kosningu til stjórnlagaþings lauk kl. 22 í kvöld.
Kosningu til stjórnlagaþings lauk kl. 22 í kvöld. mbl.is/Golli

Talið er að kosningaþátttaka í Reykjavík í kosningunum til stjórnlagaþings hafi verið í kringum 40% þegar atkvæði greidd utan kjörfundar eru talin með. Kosningu lauk kl. 22 í kvöld. Þetta er mun dræmari þátttaka en almennt er í kosningum hér á landi.

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í fyrravetur var kosningaþátttakan um 60%.

Talning atkvæða hefst kl. 9 í fyrramálið. Óljóst er hve langan tíma tekur að telja öll atkvæði, en hugsanlegt er að úrslit liggi fyrir á morgun. Það er þó ekki víst. Talning fer fram í talningavélum, en slíkar vélar hafa aldrei áður verið notaðar í kosningum hér á landi.

Ekki er búið að taka saman tölur um kosningaþátttöku yfir allt landið. Dæmi eru um að kosningaþátttaka hafi farið yfir 50%. Það á t.d. við um Brúaráskjördeild í Borgarfirði þar sem þátttakan var 52%, en þar voru 97 á kjörskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert