Kosningin fór rólega af stað

Kosningin fór rólega af stað á Kjarvalsstöðum.
Kosningin fór rólega af stað á Kjarvalsstöðum. mbl.is/Golli

Kosning til stjórnlagaþings fór rólega af stað í morgun, en flestir kjörstaðir opnuðu kl. 9. Alls höfðu 1443 kosið í Reykjavík suður og norður kl. 10 í morgun. Hægt er að kjósa til kl. 22, en í minni sveitarfélögum er sumstaðar loka fyrr.

522 frambjóðendur eru í kjöri, en kjósendur mega kjósa allt að 25. Samkvæmt lögum má bæta við allt að sex þingfulltrúum til viðbótar til að jafna kynjahlutfall.

Talning hefst í fyrramálið í Laugardalshöll. Óvíst er hvenær úrslit liggja fyrir en reiknað með að það verði á mánudag eða þriðjudag.

Rúmlega 10 þúsund manns kusu utankjörfundar, en á kjörskrá eru 232.374.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert