Óánægja með vinnubrögð Vegagerðarinnar

Hin nýju vegrið voru sett upp í óþökk Reykjavíkurborgar.
Hin nýju vegrið voru sett upp í óþökk Reykjavíkurborgar. mbl.is/Ernir

„Þetta vegrið verður ekki tekið niður í bili. Það er komið þarna upp og við vitum að það er kostnaður við að taka það niður,“ segir Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.

Vegagerðin lauk fyrir skemmstu uppsetningu á vegriði á umferðareyjunni sem skilur að akstursstefnur á Miklubraut, þrátt fyrir að umhverfis- og samgönguráð hafi lagst gegn því.

Fulltrúi Vegagerðarinnar hafði fundað með ráðinu og var því kunnugt um afstöðu borgarinnar. „Þessi ríkisstofnun tók bara einhliða ákvörðun um að setja upp vegrið, án þess að hafa samráð við okkur. Það var af þeirri ástæðu, að mér skilst, að þeir vissu að við værum ekki sammála ákvörðuninni,“ segir Karl.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert