Þeir sem fóru í mál höfðu tapað um 300 milljónum

Samanlagt tap þeirra sem höfðuðu, án árangurs, mál gegn Landsbankanum og Landsvaka vegna rýrnunar á peningamarkssjóði Landsbankans nam samtals tæplega 300 milljónum króna.

Miðað við að útgreiðsluhlutfall sjóðsins var 68,8% námu innistæður þessa hóps tæplega 955 milljónum króna.

Alls voru höfðuð mál af hálfu 30 einstaklinga og fjögurra einkahlutafélaga sem áttu hlut í fjárfestingarsjóðnum Peningabréf Landsbankans ISK. Tjón tveggja einstaklinga var sýnu mest en hvor um sig töpuðu þeir 44 og 47 milljónum króna. Inneign þeirra nam samtals 295 milljónum króna.

Fjórir töpuðu á bilinu 20-24 milljónum króna og jafnmargir 10-18 milljónum króna. Átta töpuðu minna en einni milljón króna og tólf töpuðu á bilinu 1-10 milljónum króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert