Um 30% búin að kjósa

Þessir kjósendur voru að skoða upplýsingabæklinginn í Ráðhúsinu.
Þessir kjósendur voru að skoða upplýsingabæklinginn í Ráðhúsinu. mbl.is/Golli

Um 30% höfðu kosið í kosningum til stjórnlagaþings í Reykjavík kl. 20 í kvöld. Þetta er mun dræmari kosningaþátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í fyrravetur þegar um 50% kjósenda höfðu kosið á sama tíma.

Kl. 20 var kosningaþátttaka í Reykjavík-norður rúmlega 28%, en var 48% í kosningunum um Icesave-lögin á sama tíma. Í Reykjavík-suður höfðu tæplega 31% kosið en 52% í kosningunum um Icesave.

Katrín Theodórsdóttir, sem á sæti í kjörstjórn í Reykjavík, sagði að kjörsókn hefði heldur glæðst eftir því sem leið á kvöldið, en þetta væri samt dræm kosningaþátttaka.

Um kl. 16 stefndi í að kosningaþátttakan yrði helmingi lélegri en í kosningunum um Icesave-lögin í fyrravetur, en nú hefur munurinn minnkað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert