Veit ekki hvað er í Íslandsskjölum

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að hann vissi ekkert hvað væri í þeim 290 skjölum, sem ættuð eru úr sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík og vefurinn WikiLeaks hefur boðað að verði birt.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, spurði Össur hvort hann hefði fengið hringingu frá utanríkisráðherra Bandaríkjanna um skjölin. Össur sagði að svo væri ekki og bandaríski sendiherrann hefði heldur ekki haft samband við sig vegna málsins Hins vegar hefði erindreki sendiráðsins haft samband við embættismann utanríkisráðuneytisins og tilkynnt honum að birting á fjölmörgum skjölum væri yfirvofandi. 

Össur sagðist reikna með, að í skjölunum væru einhliða frásagnir starfsmanna sendiráðsins af fundum með íslenskum stjórnmálamönnum og diplómötum utanríkisþjónustunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert