Ákvörðun um verjanda í dag eða á morgun

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra mbl.is/Golli

Forseti Landsdóms mun í dag eða á morgun taka afstöðu til þeirrar kröfu Geirs H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, að honum verði tafarlaust formlega skipaður verjandi vegna málshöfðunar fyrir landsdómi.

Geir ritaði Ingibjörgu Benediktsdóttur, forseta landsdóms, bréf fyrr í þessum mánuði og taldi að óhæfilegur dráttur hefði orðið á að hann fengi formlega skipaðan verjanda. Fór hann fram á að Andri Árnason hrl. verði án tafar skipaður verjandi sinn.

Forseti landsdóms óskaði umsagnar saksóknara Alþingis sem taldi ekkert því til fyrirstöðu að Geir fengi skipaðan verjanda vegna málshöfðunar Alþingis. Þorsteinn A. Jónsson, ritari landsdóms, sagði í morgun að afstaða yrði tekin til þessa í dag eða á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert