Fjáraukalög hækka um 58 milljarða vegna lánastofnana

Frá fundi fjárlaganefndar. Kristján Þór er l.t.v. á myndinni.
Frá fundi fjárlaganefndar. Kristján Þór er l.t.v. á myndinni. mbl.is/Ómar

Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti í gærkvöldi tillögur um að hækka útgjöld vegna fjáraukalaga þessa árs um 58 milljarða.

33 milljarðar eru tilkomnir vegna Íbúðalánasjóðs og 25 milljarðar eru vegna ríkisábyrgða sem eru tilkomnar vegna bankanna.

Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, segir að þessar tillögur hafi verið kynntar á klukkutímalöngum fundi í fjárlaganefnd og síðan teknar út úr nefndinni. Fyrirhugað er að afgreiða fjáraukalög á þingfundi í dag. Kristján segir að á fundinum hafi ekkert verið reynt að leiða fram áhrif þessara breytinga á afkomu eða fjárhag ríkissjóðs. „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð. Það er ekki eins og við séum að tala um eina eða tvær milljónir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert