Gert ráð fyrir afgangi hjá Reykjavík

Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar nú um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar nú um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Kristinn Ingvarsson

Gert er ráð fyrir því, í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár, að A-hluti borgarsjóðs verði rekinn með 65,6 milljóna króna afgangi og A- og B-hluti borgarsjóðs sameiginlega með nærri 3,4 milljarða króna afgangi. Verið er að fjalla um fjárhagsáætlunina á fundi borgarstjórnar.

Samkvæmt frumvarpi til fjárhagsáætlunar verða skatttekjur A-hluta borgarsjóðs 48,3 milljarðar króna og aðrar tekjur 11,5 milljarðar króna. Samtals verða tekjur borgarinnar því 59,8 milljarðar króna.

Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina stendur nú yfir en síðari umræða verður  14. desember.

Tilkynning Reykjavíkurborgar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert