Tillaga um staðgöngumæðrun lögð fram

Staðgöngumæðrun verður aðeins heimiluð í velgjörðarskyni ef tillaga flutningsmanna nær …
Staðgöngumæðrun verður aðeins heimiluð í velgjörðarskyni ef tillaga flutningsmanna nær fram að ganga. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun. Felur hún í sér að heilbrigðisráðherra verði gert að skipa starfshóp sem falið er að undirbúa frumvarps.

Verði tillagan samþykkt er starfshópnum gert að leggja áherslu á að:

  • Staðgöngumæðrun verði aðeins heimiluð í velgjörðarskyni.
  • Sett verði ströng skilyrði fyrir staðgöngumæðrun í því augnamiði að tryggja sem best réttindi, skyldur og hagsmuni staðgöngumæðra og væntanlegra foreldra og réttindi og hag þeirra barna sem hugsanlega verða til með þessu úrræði.
  • Verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldugir til að gera með sér bindandi samkomulag um staðgöngumæðrun.
Í greinagerð segir er bent á að í tíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, sem heilbrigðisráðherra hafi verið skipaður starfshópur til þess að fara yfir þau álitamál sem tengjast staðgöngumæðrun. Starfshópurinn skilaði af sér áfangaskýrslu 5. febrúar sl. og í framhaldinu stóð heilbrigðisráðherra fyrir málþingi um staðgöngumæðrun.

Í ljósi þessa telja flutningsmenn tillögunnar nægar upplýsingar tiltækar til þess að undirbúa frumvarpssmíð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert