Trúnaður um það sem ekkert er?

Oddvitar ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
Oddvitar ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra mbl.is/Ernir

Eftir fund fimm ráðherra ríkisstjórnar Íslands með fulltrúum stjórnarandstöðunnar í gærmorgun virðast stjórnvöld engu nær að leysa vanda skuldsettra heimila.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kynnti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra enn á ný áform ríkisstjórnarinnar, sem bankar og lífeyrissjóðir hafa ekki samþykkt.

Mun forsætisráðherra hafa beðið fundarmenn að halda trúnað um það sem viðmælendur Morgunblaðsins hafa nefnt „það sem ekkert er“.

Í fréttaskýringu um málið í Morgunblaðinu í dag segir, að fullkomin óvissa ríki um lyktir mála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert