Kunna enn fræðin um verkföll

Samiðn undirbýr sig fyrir kjaraviðræður og hvetur til þjóðarsáttar.
Samiðn undirbýr sig fyrir kjaraviðræður og hvetur til þjóðarsáttar. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Félagsmenn Samiðnar vilja leita allra leiða til að auka kaupmátt og atvinnu í komandi kjaraviðræðum skrifar Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar í nýútkomnu blaði félagsins. „Ef ekki með friði þá kunnum við enn fræðin um verkföll og allt sem því viðkemur. Það er ekki fyrsti og ekki annar valkostur okkar.“

Finnbjörn segir félagsmenn vilja sjá kaupmáttaraukningu, réttlátara skattakerfi, lækkun matvöruverðs, lækkun opinberrar þjónustu o.fl. „Við viljum sjá að allt samfélagið taki sér tak og hugsi um þjóðarhag,“ segir hann í formannspistli í Samiðnarblaðinu.

„Lífskjör á Íslandi eru orðin það léleg að það er að bresta á landflótti. Við verðum vör við það í þeim greinum sem eru innan Samiðnar. Það eru ekki bara atvinnulausu félagarnir sem eru að fara út og freista gæfunnar. Í mjög mörgum tilfellum eru menn að fara úr tiltölulega öruggum störfum en þeir sætta sig ekki við kaupmáttinn og ruglið sem gengur yfir um þessar mundir. Á því verða atvinnurekendur líka að átta sig,“ segir ennfremur í pistli Finnbjörns.

Tengja hækkun kauptaxta við launaskrið

Blaðið birtir áherslur sem Samiðn ætlar að hafa að leiðarljósi í komandi kjaraviðræðum en félagið hvetur er til þjóðarsáttar. Ef samið verður til þriggja ára þarf skýr endurskoðunarákvæði í samningunum að  mati Samiðnar. Ákvörðun um endurskoðun samninga verði þá á ársfresti og í höndum stéttarfélaganna sjálfra.

Samiðn vill að umsamdar launahækkanir komi á alla launataxta. Skoða þurfi hvort hægt sé að tengja hækkun kauptaxta við launaskrið svo bilið milli þeirra og greiddra launa aukist ekki á samningstímanum.

Í skattamálum vill félagið að foreldrar geti nýtt persónuafslátt skólabarna sinna 16-18 ára. Hækka verði vaxta- og barnabætur og hækka skattleysismörk. Er tekið fram að talan 200 þúsund, hafi verið nefnd í því sambandi. Þá verði persónuafslátturinn verðtryggður og skattleysismörkin miðist við lágmarksframfærslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert