Samfylkingin biðst afsökunar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokkstjórnarfundinum í dag
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokkstjórnarfundinum í dag Eggert Jóhannesson

Samfylkingin biður þjóðina afsökunar á mistökum sínum í aðdraganda hrunsins. Þau mistök fólust m.a. í því að taka ekki nægjanlegt mark á viðvörunarorðum um veika stöðu bankakerfisins og að setja ekki ríkisstjórnarsamstarfinu nógu ströng skilyrði um nauðsynlegar aðgerðir.  Þetta segir í ályktun sem samþykkt var á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar nú síðdegis.

Það er einarður ásetningur Samfylkingarinnar að læra af því sem aflaga hefur farið á undanförnum árum; í stjórnmálum, stjórnsýslu og umgjörð fjármálakerfisins og sækja fram reynslunni ríkari, samkvæmt ályktuninni. Samfylkingin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til ná fram nauðsynlegum breytingum á viðhorfum og vinnubrögðum í stjórnmálum og stjórnsýslu og endurreisa þannig traust í samfélaginu.  Þá heitir Samfylkingin því einnig að vinna ötullega að því að endurskoða eigin starfshætti.  

„Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarrás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka. Þar hefur Samfylkingin tekið frumkvæði og axlað ábyrgð með úrbótum. Tillögur umbótanefndarinnar sem lagðar eru fram til umræðu meðal flokksmanna eru tímamót í þeirri vinnu.“ Samkvæmt ályktuninni fólst ábyrgð Samfylkingarinnar meðal annars í: 

  • Að taka ekki nægilegt mark á viðvörunarorðum um veika stöðu bankakerfisins.
  • Að vinna ekki nægilega markvisst að því að greina stöðu bankanna og undirbúa aðgerðir til draga úr óhjákvæmilegu tjóni vegna veikrar stöðu þeirra.
  • Að tryggja ekki gegnum skýrt skipulag flokksins að nægilegt upplýsingastreymi og samráð sé á hverjum tíma meðal ráðherra flokksins, þingflokks, flokksstofnana og almennra flokksmanna.
  • Að setja ekki ríkisstjórnarsamstarfinu nægilega ströng skilyrði um nauðsynlegar aðgerðir.
  • Að láta hjá líða að setja reglur um takmarkanir á fjárframlögum og styrkjum til frambjóðenda í fjölda opinna prófkjara, þvert á langvinna baráttu flokksins fyrir skýrum reglum um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda.

„Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnframt heitir Samfylkingin því að hlusta með opnum hug á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig,“ segir í ályktuninni. 

Frá fundi flokkstjórnar Samfylkingarinnar í dag
Frá fundi flokkstjórnar Samfylkingarinnar í dag mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

Þriðjungur þingheims nýtt fólk

09:51 21 nýr þingmaður mun taka sæti á Alþingi eftir kosningar, samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar. Þar af eru nokkur kunnugleg andlit sem áður hafa sést í þingsölum. Meðal nýju-gömlu þingmannanna eru Ásmundur Einar Daðason, Willum Þór Þórsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Ágúst Ólafur Ágústsson. Meira »

RÚV dró upp „kolranga mynd“

09:10 Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Ríkissjónvarpið hafi dregið upp kolranga mynd af þeim atburðum sem áttu sér stað eftir hrun í umfjöllun sinni á laugardagskvöld um samskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni fyrir og eftir hrun. Meira »

Glitnir höfðar staðfestingarmál

08:49 Glitnir HoldCo ehf. höfðar í dag staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsins sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptavinum Glitnis. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnir HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »

Víkingaveröld í Mosfellsdal

08:18 Nýtt deiliskipulag fyrir Langahrygg í Mosfellsdal er í kynningu þessa dagana. „Hugmyndin gengur út á að reisa einskonar „víkingaveröld“ sem gæfi innsýn í það umhverfi sem menn bjuggu við á þjóðveldisöld (11. og 12. öld).“ Meira »

Þurfa nýja augasteina eftir Flórídana-tappann

08:08 Að minnsta kosti tveir þeirra sem slösuðust er plasttappi af Flórídana-ávaxtasafaflösku þeyttist framan í þá af miklum krafti þurfa að gangast undir aðgerð og fá nýja augasteina. Mikill þrýstingur myndaðist í flöskunum og olli því tapparnir þeyttust af þeim af miklum krafti þegar þær voru opnaðar. Meira »

Stjórnmálin verða að breytast

08:00 Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík norður, segir kosningarnar í haust snúast um traust til stjórnmálanna sjálfra. Við, sem þjóð, þurfum stjórnmálamenn sem vilji breyta regluverkinu sjálfu svo að traustið verði verðskuldað. Meira »

Málefni flokka á landsvísu ráða mestu

07:37 Málefni flokksins á landsvísu ræður mestu um það hvaða flokkur fær atkvæði í alþingiskosningunum, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Gagnrýndi Trump í þakkarræðu

07:57 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tók í síðustu viku á móti æðstu viðurkenningu Bandarísku erfðafræðisamtakanna, ASHG. Verðlaunin eru kennd við William Allan og hafa verið veitt árlega síðan 1961. Þau eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til erfðavísindanna og þykir mikill heiður að hljóta þau. Meira »

Tók brjálæðiskast inni á heimili

07:18 Óskað var aðstoðar lögreglu eftir að ölvuð og æst kona, sem var gestkomandi í heimahúsi, hafði ráðist á húsráðandann, sem var vinkona hennar. Einnig barst beiðni um aðstoð vegna 17 ára stráks sem tók brjálæðiskast inni á heimili í nótt og skemmdi mikið af innanstokksmunum. Meira »

Vara við hviðum undir Eyjafjöllum

06:55 Strekkings austlæg átt og fremur vætusamt verður suðaustan til á landinu fram undir hádegi, en mun úrkomuminna annars staðar. Varar Veðurstofan við því að búast megi við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal fram eftir morgni. Meira »

Hópslagsmál við bar í Kópavogi

06:18 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi.   Meira »

Eldur í ruslagámi við hjúkrunarheimili

06:12 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi við hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Gámurinn var staðsettur undir þakskýli við hjúkrunarheimilið og voru eldtungur farnar að teygja sig í þakskýlið. Meira »

43% fleiri eru búin að kjósa

05:30 Hátt í 43 prósentum fleiri höfðu kosið utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi en síðasta sunnudag fyrir kosningarnar á síðasta ári. Meira »

250 milljónir vantar til Heilsustofnunar

05:30 Mikill niðurskurður er fyrir höndum í starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands fáist ekki aukið fé í reksturinn. Meira »

Spáir leiðinlegu á kjördag

05:30 Fyrsta alvöruhríðarveður vetrarins gæti komið á laugardaginn kemur, þegar landsmenn ganga til kosninga.   Meira »

Kampavínið aftur á uppleið

05:30 Sala á kampavíni og freyðivíni hefur aukist mjög það sem af er ári. Ef svo heldur fram sem horfir verður salan í ár svipuð og árið 2008. Meira »

Cuxhaven undir Ólafsfjarðarmúlanum

05:30 Síðdegis í gær kom Cuxhaven NC 100, nýr togari Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, til löndunar á Akureyri. Meira »

Þrír ráðherrar á útleið

05:30 Mikil endurnýjun verður á þingi eftir alþingiskosningar ef marka má niðurstöður um fylgi framboða eftir kjördæmum í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Hornstrandabækurnar fyrir fróðleiksfúsa!
Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7,500 kr. Upplögð afmælis og tækifærisgjöf....
Stálfelgur
Til sölu stálfelgur á Toyota Auris, Corolla 07- Avensis 09- ofl svartar með kopp...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...