Hefur fellt 15 tófur í landi Kópavogs á 12 mánuðum

Leitað að grenjum.
Leitað að grenjum.

Tófu hefur talsvert orðið vart í efri byggðum Kópavogs á síðustu mánuðum. Á föstudagsmorgun skaut Hreimur Garðarsson meindýraeyðir hvíta tófu skammt sunnan við Lindakirkju.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að síðustu tólf mánuði hefur Hreimur skotið 15 dýr í landi Kópavogs og mörg þeirra í byggðinni. Hann segir tófu hafa fjölgað í Bláfjöllum og Heiðmörk. Hún leiti síðan niður í byggð þegar harðna fari ofar í landinu. Mest sé um hana á og við golfvöll Kópavogs og Garðabæjar og í Smalaholti, Hnoðraholti og Rjúpnahæð.

Hann segist ekki hafa fundið greni í landi Kópavogs, en hafi séð og frétt af mörgum dýrum síðustu vikur sem séu í ætisleit á fyrrnefndum slóðum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert