Dýrbítar víða á ferðinni

Sumar tófur leggjast á fé og yrðlingar þeirra komast á …
Sumar tófur leggjast á fé og yrðlingar þeirra komast á bragðið. mbl.is/Árni Sæberg

Villtum refum hefur fjölgað nánast um allt land, að sögn Guðbrands Sverrissonar, bónda á Bassastöðum í Strandasýslu og refabana. „Við heyrum meira af dýrbítum í haust en verið hefur undanfarið,“ sagði Guðbrandur.

Ljótar fregnir af dýrbitnu fé hafa borist úr Borgarfirði og víðar að. Þá eru tófur svo kræfar að þær hafa ráðist á fé heima við bæi, m.a. í Skagafirði. Líklega er það ætisskortur sem veldur bífræfninni, að því er segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert