Skuldir Árborgar lækka í fyrsta sinn

Frá Selfossi
Frá Selfossi mbl.is/Soffía

Í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði jákvæð um 54 milljónir á næsta ári. Þá er ráðgert að skuldir sveitarfélagsins verði greiddar niður um 335 milljónir, en þær hafa verið yfir viðmiðunarmörkum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu í kjölfar fyrri umræðu um fjárhagsáætlunina í dag.

Gert er ráð fyrir að viðsnúningurinn í rekstri verði 301 milljónir króna miðað við árið í ár, og 503 milljónir frá árinu 2009. Þetta sé fyrst og fremst afleiðing hagræðingar, en hlutfall launakostnaðar af tekjum hefur lækkað töluvert.

Skuldir Árborgar standa næstu áramót í 9.317 milljónum. Ráðgert er að skuldirnar verði greiddar niður um 335 milljónir á næsta ári, og yrði það í fyrsta sinn frá stofnun sveitarfélagsins, árið 1998, sem það er gert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert