Glitský yfir Akureyri

Glitskýið er að sögn sjónarvotta stórt og þekur nú himininn.
Glitskýið er að sögn sjónarvotta stórt og þekur nú himininn. mbl.is/Skapti

Magnað Glitský myndaðist yfir Akureyri nú rétt fyrir fjögur leytið í dag og segjast sjónarvottar aldrei hafa séð fyrirbærið svo stórt áður. Á meðfylgjandi mynd má sjá skýið fallega sem minnir einna helst á litríkt geimfar.

Á vefsíðu Veðurstofu Íslands segir að Glitský myndist í heilhvolfinu, gjarnan í um 15 til 30 km hæð og sjást þau helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.

Þá barst mbl.is önnur mynd af glitskýi sem tekin var á Húsavíkurhöfða.

Á vefsíðu Veðurstofunnar má finna skemmtilegar upplýsingar um Glitský, eða Perlumóðurský líkt og það er stundum kallað vegna perlulitanna sem sjást í því.

Glitský á Húsavíkurhöfða með vita í forgrunni.
Glitský á Húsavíkurhöfða með vita í forgrunni. mynd/Hafþór Hreiðarsson
Glitskýið á Akureyri rétt eftir klukkan fjögur í dag.
Glitskýið á Akureyri rétt eftir klukkan fjögur í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert