Sjálfstæðisflokkurinn braut reglur um markpóst

Markpósturinn var sendur stuttu fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.
Markpósturinn var sendur stuttu fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.

Persónuvernd hefur kveðið upp úrskurð um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brotið gegn reglum um markpóst með því að senda hann til einstaklinga sem voru með bannmerki í Þjóðskrá.

Persónuvernd barst kæra frá konu sem hafði fengið póst frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor. Í kærunni sagði:

„Í dag barst mér markpóstur undirritaður af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Póstur þessi var merktur mér nafni og heimilisfangi og póstsendur mér. Ég á ekki í neinum persónulegum samskiptum við téða Hönnu og er ekki í neinum félagsskap sem tengir okkur saman. Ég geri ráð fyrir að nafn mitt og heimilisfang séu fengin úr Þjóðskrá. Í Þjóðskrá er ég á lista yfir þá sem frábiðja sér markpóst sbr. 28. gr. laga nr. 77/2000.

Ég tel því að samkvæmt lögum nr. 77/2000 hafi téðri Hönnu verið óheimilt að nota upplýsingar um mig, fengnar úr þjóðskrá til þess að senda mér umræddan markpóst.“

Í svari frá Sjálfstæðisflokknum kom fram að í samræmi við lög og innri reglur Sjálfstæðisflokksins hafi útsendingarlisti vegna umrædds markpósts verið án allra einstaklinga sem bannmerktir eru í Þjóðskrá. Sá listi var sendur til þriðja aðila sem tekið hafði að sér að annast prentun og dreifingu markpóstsins. „Við vinnslu verkefnisins virðist sem misgáningur hafi valdið því að viðkomandi prentsmiðja studdist við eigin útsendingarlista, unninn úr Þjóðskrá, sem tók til allra kvenna í Reykjavík á aldrinum 20-67 ára og þar af leiðandi einnig til þeirra einstaklinga sem bannmerktir eru í Þjóðskrá. Um mannleg mistök var því að ræða og staðfestist hér með að það var ekki ætlun Sjálfstæðisflokksins í þessu tilfelli frekar en öðrum að senda markpóst til einstaklinga sem bannmerktir eru í Þjóðskrá.

Þrátt fyrir að umrædd mistök hafi átt sér stað hjá þriðja aðila og Sjálfstæðisflokknum ekki kunnugt um þau fyrr en dreifingu markpóstsins var lokið, tekur flokkurinn að sjálfsögðu fulla ábyrgð á þeim. Flokkurinn biður því hlutaðeigandi, í þessu tilviki [B], velvirðingar á þessum mistökum og því ónæði sem umræddur markpóstur kann að hafa valdið henni. Um leið og þakkað er fyrir ábendinguna er vert að nefna að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar gripið til ráðstafana í því skyni að fyrirbyggja mistök af þessu tagi í framtíðinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Próflaus á 141 km hraða

09:36 Tæplega fertugur ökumaður sem mældist aka á 141 km hraða á Reykjanesbraut í gær hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum undir stýri. Meira »

Fórnarlambið á fimmtugsaldri

09:33 Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Meira »

Ósonið gerir gæfumuninn

09:27 Eldislausnir eru stærsta þjónustufyrirtæki fyrir landeldi á Íslandi og býður alhliða lausnir fyrir fiskeldi. Eldislausnir eru í eigu þriggja fyrirtækja sem öll búa yfir mikilli þekkingu og reynslu úr fiskeldi og vinnu fyrir sjávarútveg. Meira »

Fá þrjú þúsund evrur vegna PIP-brjóstapúða

09:16 Meirihluti 200 íslenskra kvenna sem höfðuðu hópmálsókn gegn eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland fékk í gær greiddar bætur að fjárhæð þrjú þúsund evrur sem samsvarar rúmlega 386 þúsund krónum. Meira »

GAMMA sektað um 23 milljónir

08:52 Fjármálaeftirlitið og GAMMA Capital Management hf. hafa gert samkomulag um sátt vegna brots GAMMA sem viðurkenndi að hafa fimm sinnum brotið gegn lögum um verðbréfasjóði með því að fjárfesta í eignarhlutum í einkahlutafélögum fyrir hönd fjárfestingarsjóða í rekstri málsaðila og tilkynna ekki FME Meira »

Þór Saari tekur þátt í prófkjöri Pírata

08:43 Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, ætlar að taka þátt í prófkjöri Pírata sem fram fer síðar í mánuðinum.  Meira »

„Mikill kraftur í Vestmannaeyjum“

08:18 „Stjórn fyrirtækisins hafði samband við mig og bauð mér ritstjórastólinn. Ég var búin að koma hugmyndum mínum á framfæri við hana og þeim var vel tekið,“ segir Sara Sjöfn Grettisdóttir, nýr ritstjóri Eyjafrétta frá 1. september sl. Meira »

Ofanflóðagarðar vígðir í Neskaupstað

08:27 Ný ofanflóðamannvirki á Tröllagiljasvæðinu í Neskaupstað voru vígð við hátíðlega athöfn í vikunni. Framkvæmdirnar voru unnar á árunum 2008 til 2017. Áhersla var lögð á að þær féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu að bættri aðstöðu til útivistar. Meira »

Innkalla Mitsubishi Pajero

08:11 Hekla hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata. Málmflísar eru sagðar geta losnað úr púðahylkinu og valdið meiðslum en engin slík tilfelli hafa komið upp hér á landi eða í Evrópu. Meira »

Fjölgun mála með ólíkindum

07:57 „Það er með ólíkindum hvað koma mörg mál til okkar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar en mjög mikil fjölgun hefur orðið á erindum og verkefnum sem koma inn á borð Persónuverndar. Meira »

Drengirnir ekki komnir inn í framhaldsskóla

07:49 Enn eru tveir fatlaðir 16 ára drengir ekki komnir með skólavist í framhaldsskóla nú í haust. Eins og komið hefur fram í fréttum var þeim báðum synjað um skólavist vegna plássleysis. Meira »

Verða yfirheyrðir áfram í dag

07:45 Tveir menn sem voru handteknir á vettvangi alvarlegrar líkamsárásar, sem leiddi til dauða konu, hafa verið yfirheyrðir í nótt og verða yfirheyrðir áfram í dag. Væntanlega verður farið fram á gæsluvarðhald síðar í dag, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Líkur á niðurrifi á húsi OR hafa aukist

07:37 Sú leið að gera við veggi vesturhúss höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verður líklega ekki farin. Líkur á niðurrifi virðast því hafa aukist. Meira »

Sluppu ómeiddir frá bílveltu

06:03 Enginn slasaðist þegar bíll valt við Lónsá skammt fyrir utan Akureyri í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Stormviðvörun fyrir morgundaginn

06:42 Búist er við stormi (meira en 20 m/s) sunnantil á landinu á morgun. Spáð er mikilli rigningu á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum á morgun, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »
Hornstrandabækurnar fyrir fróðleiksfúsa!
Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7,500 kr. Upplögð afmælis og tækifærisgjöf....
Til leigu snyrtilegt og bjart 120 fm
atvinnuhúsnæði vestast á Kársnesi. Leigist eingöngu fyrir lager eða þ.h. uppl...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...