Fréttaskýring: Landið tekið að rísa þrátt fyrir Icesave

„Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að ...
„Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa þetta hangandi yfir mér,“ sagði Svavar Gestsson. mbl.is/Kristinn
„Ég lofa þér því að það er í sjónmáli að hann, og hans fólk, landi glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, um samningaviðræður Svavars Gestssonar við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-deilunnar, í viðtali við kosningasjónvarp mbl.is. Síðan hann lét ummælin falla, hinn 23. mars 2009, hafa tvennir samningar verið kynntir og Alþingi samþykkt annan. Þeim samningi var hafnað með fádæma afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr á þessu ári.

Áhersla á að ljúka málinu

Steingrímur sagðist í áðurnefndu viðtali bera ábyrgð á störfum „Svavarsnefndarinnar,“ hverrar niðurstöðu var hafnað af þjóðinni. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að málinu sé lokið með samningum, og mikilvægt að það sé gert sem fyrst, þar sem það standi efnahagsbata Íslands fyrir þrifum.

Svavar Gestsson sagði í samtali við Morgunblaðið, í kjölfar þess að samningar náðust, að mikil áhersla hafi verið lögð á að klára málið, þar sem hann hafi verið orðinn „leiður á því að hafa þetta hangandi yfir [sér].“

Í umræðum um þann samning sagði Steingrímur þau lánskjör sem samningurinn fæli í sér þau hagstæðustu sem Ísland gæti fengið. Ef þingmenn felldu hann myndu öll aðgerðaplön stranda, „og þá [kæmi] október aftur“. Um svipað leyti lét hann hafa það eftir sér að málið væri of flókið til þess að því yrði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið kom hins vegar á endanum til kasta þjóðarinnar, sem hafnaði samningunum.

Hætta á einangrun Íslands

Í stefnuræðu sinni við setningu Alþingis í október 2009 sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra: „Ef við viljum ekki einangrast sem þjóð og loka öllum samskiptaleiðum við alþjóðasamfélagið er okkur nauðugur einn kostur að leiða Icesave-málið til lykta.“ Endurreisn atvinnulífsins yrði teflt í tvísýni og atvinnuleysi ykist stórum ef það yrði ekki gert. Tæpum þremur mánuðum síðar synjaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Icesave-lögunum staðfestingar. Ákvörðun sinni til stuðnings vísaði hann meðal annars til þess að ljóst væri að mikill meirihluti landsmanna væri andsnúinn lögunum. Ekki væri hægt að líta fram hjá vilja þjóðarinnar.

Ráðamenn lýstu miklum vonbrigðum með framferði forsetans, og sagði Steingrímur meðal annars að skammtímaverkefnið væri nú að „draga úr þeim skaða sem orðspor Íslands hefur beðið og byggja trúverðugleikann upp að nýju,“ en hann hefði tapast með synjun forseta. Paul Myners, þáverandi bankamálaráðherra Bretlands, gaf Íslendingum ekki ástæðu til bjartsýni, og var ómyrkur í máli. Hann sagði að ef Íslendingar myndu falla frá samkomulaginu jafngilti það því að Ísland væri „í raun að segja að það vildi ekki vera hluti af alþjóðakerfinu í stjórnmálum.“

Umskipti þrátt fyrir töf

Gylfi Magnússon, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði ákvörðun forsetans koma til með að hafa slæm áhrif, einkum á atvinnuástand og hugsanlega kaupmátt. Þrátt fyrir þetta bakslag í baráttu stjórnvalda fyrir því að samningar næðust, tóku aðstæður í efnahagslífinu að skána eftir því sem á árið hefur liðið. Í greinaflokki sínum, „Landið tekur að rísa!“ færir Steingrímur í löngu máli rök fyrir því að umskipti hafi orðið í efnahagsmálum, og staðan smám saman að batna. Icesave-málið skipti fyrst og fremst máli hvað varði samskipti Íslands og annarra þjóða. Lausn málsins sé liður í að „koma á eðlilegu ástandi í samskiptum okkar við umheiminn, opna aðgang að erlendum fjármálamörkuðum og endurreisa orðspor okkar.“ Í þessu samhengi má til að mynda benda á það að þrautaganga ríkisstjórnarinnar vegna aðgerða í þágu skuldugra heimila og fyrirtækja hefur ekki verið tengd lausn Icesave-deilunnar.

Þröskuldurinn

Í stefnuræðu forsætisráðherra nú í október, réttu ári eftir hina fyrri, var Icesave-málið enn ekki komið út af borðinu. Jóhanna endurómar að miklu leyti framsetningu Steingríms í greinaflokki hans. Hún gerir fjármál ríkisins og fjármögnunarmöguleika þess að umtalsefni. Góður árangur hafi náðst á því sviði, en „Icesave-málið er því miður þröskuldur í þeim efnum. Það er og verður sameiginlegt verkefni okkar allra að ljúka því máli.“ Við sama tækifæri ræddi Steingrímur um skuldavanda heimila og fyrirtækja. Hann tengdi það hins vegar ekki Icesave að þessu sinni, en sagði það þó eitt af því sem helst stæði í vegi fyrir bata í hagkerfinu. Af ummælum að dæma virðist afstaða þeirra Steingríms og Jóhönnu til eðlis Icesave-málsins hafa breyst nokkuð með tímanum, og dregið úr vægi þess, þó að enn sé það vissulega mikilvægt. Þau hafa þó aldrei hvikað frá þeirri sannfæringu sinni að réttast sé að ljúka málinu með samningum, frekar en að láta til dæmis dómstólum eftir að skera úr um ábyrgð í málinu.

Önnur „Icesave-aðventa“

Nú þegar nýjum samningum hefur verið landað má gera ráð fyrir því að kapp verði lagt á að mæla fyrir frumvarpi um samþykkt þeirra á Alþingi. Að því gefnu að þingið samþykki frumvarpið munu böndin á ný berast að forsetanum. Erfitt er að meta mögulegar afleiðingar þess að hann synji lögunum staðfestingar, en ljóst er að það yrði ríkisstjórninni afar þungt. Sé mið tekið af rökstuðningi forsetans fyrir synjuninni í ársbyrjun er þó óhætt að gera ráð fyrir því að hann horfi til þjóðarinnar. Líklegt má telja að ófá jólaboðin litist af því – annað árið í röð.

Vissu ekki af ákvörðuninni

Stjórnvöld leggja mikla áherslu á lausn Icesave-málsins nú eins og áður. Óvíst er hvernig samskiptum ráðherra og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður háttað þegar lögin, verði frumvarpið samþykkt, berast honum til staðfestingar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í kjölfar synjunar forseta í ársbyrjun: „Við áttum auðvitað samtöl við hann og fórum yfir stöðuna og lýstum yfir áhyggjum okkar af því að hann myndi láta þetta mál fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Samskiptin voru þó ekki nánari en svo að Jóhanna frétti ekki af niðurstöðu forseta fyrr en hann kynnti hana þjóðinni í fjölmiðlum. Forsetinn sagði hins vegar á blaðamannafundinum að hann hefði þegar kynnt forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar niðurstöðu sína.

Samúð með málstað Íslendinga

Icesave-málið hefur frá upphafi vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla. Í mörgum tilfellum hefur samúð með málstað Íslendinga verið lýst í ritstjórnargreinum, þó það sé að sjálfsögðu ekki einhlítt.

„Íslendingar eru sannarlega óskammfeilnir. Þegar forseti þeirra stöðvaði samkomulag um að landið greiddi Bretum og Hollendingum 3,9 milljarða evra skuld sína skoruðu Íslendingar umheiminn á hólm. Sú ákvörðun hefur reynst þeim vel,“ á þessum orðum hefst ritstjórnarpistill í enska dagblaðinu Financial Times þann 26. febrúar síðastliðinn.

Þegar pistillinn birtist hafði þjóðin enn ekki greitt atkvæði um samninginn, en að mati pistlahöfundar hafði þróun mála frá synjun forseta reynst Íslendingum vel. Bretar og Hollendingar litu til dæmis út eins og yfirgangsseggir vegna framgöngu sinnar í málinu. Þrátt fyrir þetta sé hólmgangan ekki áhættulaus. Íslendingar gætu átt það á hættu að einangrast á alþjóðavettvangi ef alls engin niðurstaða fengist í málið.

Wolfgang Hansson, pistlahöfundur hjá Aftonbladet, einu mest lesna blaði Svíþjóðar, sagði í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar að hann gæti „á vissan hátt skilið [Íslendinga],“ sem hefðu þegar þjáðst vegna hruns bankakerfisins. Innstæðueigendur hefðu fengið greitt í kjölfar pólitískrar ákvörðunar yfirvalda Bretlands og Hollands, sem hafi óttast pólitískar afleiðingar þess að gera það ekki. „Kannski ættu þeir að taka á sig hluta kostnaðarins.“

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Eggert
Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/Ómar

Innlent »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Keyrðu á ljósastaur og stungu af

07:27 Um klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi í Breiðholti, en bifreið var þar ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvang strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Meira »

Þrír í 8 fm herbergi og borga 210 þúsund

07:14 Algeng leiga fyrir herbergi með tveimur rúmum og stundum fataskáp, með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, sem er um átta fermetrar eða þar um bil, er á bilinu 55 til 65 þúsund krónur á mánuði. Meira »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
Nýkomið fullt af spennandi vöru
NÝKOMIÐ - fullt af spennandi vöru MATILDA - F-J skálar á kr. 7.990,- CATE - DD-J...
Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...