Vilja að ríkið höfði mál

PriceWaterhouseCoopers.
PriceWaterhouseCoopers. mbl.is/Golli

Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, vill að ríkið höfði skaðabótamál á hendur PriceWaterhouseCoopers og bandaríska móðurfélaginu, reynist hörð gagnrýni erlendra sérfræðinga á vinnubrögð fyrirtækisins fyrir Glitni og Landsbankann á rökum reist. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Tekur hún í sama streng og Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í Kastljósþætti í gærkvöldi að höfða ætti skaðabótamál reynist grunurinn á rökum reistur.

Fram kemur að Lilja vilji að sérstakur saksóknari kanni hvort skýrslur erlendu sérfræðinganna, sem unnar voru fyrir embætti sérstaks saksóknara að frumkvæði Evu Joly, séu grundvöllur fyrir sakarannsókn á fyrirtækinu.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG.
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert