Tal um skuggagjöld óraunhæft

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda. mbl.is/SteinarH

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að þegar séu innheimtir skattar á umferð sem eigi að duga fyrir öllum samgönguframkvæmdum en hann mótmælir harðlega fyrirhuguðum vegtollum á Suðurlandi.

Hann segir allt tal um að rukka gjöld með svonefndu skuggagjaldi, með aðstoð gps-tækja, óraunhæft og bendir á að Hollendingar hafi stefnt að því að taka upp þannig kerfi en hafi nú frestað þeim áformum ótímabundið.  

Þá segir Runólfur í samtali við Morgunblaðið það vera óþarfa að leggja svonefndan 2+2 veg milli Reykjavíkur og Selfoss þar sem umferðin sé ekki svo þung að hún kalli á slíkan veg. Góður 2+1 vegur nægi. Vegurinn um Svínahraun er 2+1 vegur en Runólfur segir að hann sé ekki nægilega vel heppnaður. Fláarnir séu of brattir og vegurinn auk þess heldur of mjór þar sem ekki hafi í upphafi verið reiknað með vegriði á milli akreina.

„Menn eiga að fara í framkvæmdir en ekki í lúxus-framkvæmdir."


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert