Var gestur Birgittu í sendiráðinu

Julian Assange
Julian Assange Reuters

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er meðal þeirra fjölmörgu sem setið hafa veislur í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Í breska dagblaðinu Daily Telegraph er fjallað um  boð sem hann sat í sendiráðinu sem gestur Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar.

Segir í frétt Telegraph að þrátt fyrir að Assange sé nú einn helsti óvinur bandaríska ríkisins og hafi jafnvel verið hótað lífláti af einhverjum bandarískum stjórnmálamönnum. Hins vegar sé ekki eitt ár síðan hann sat veislu í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík.

Sást til þeirra Sam Watson, þáverandi yfirmanns sendiráðsins, spjalla heilmikið saman. Á þeim tíma var Assange kominn með í hendur tugi leyniskjala sem Watson hafði undirritað. Meðal annars tengdum Icesave. 

Birgitta segir í viðtali við Telegraph að Assange hafi verið hennar gestur í veislunni og að það hafi verið prakkarastrik af hennar hálfu að bjóða honum með og kanna hvort starfsmenn sendiráðsins vissu hver hann væri. „Ég held að þeir hafi ekki haft hugmynd."

„Ég hélt að það væri leiðinlegt að fara ein," segir Birgitta í viðtali við Telegraph. Það fyndna er að þegar ég fór að sækja hann á gistiheimilið  fann ég hann ekki svo ég fór bara aftur í vinnuna og fór því ekki í boðið. Ég frétti síðar að hann hafi farið og tilkynnt að hann væri gestur minn." Assagne sagði að hann hefði eytt heillöngum tíma í spjall við Watson, segir Birgitta.

 Sjá hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert