Mætti tófu við Stórhöfða

Tófan sem var á labbi í Stórhöfðanum í morgun.
Tófan sem var á labbi í Stórhöfðanum í morgun. Þórarinn Þórarinsson

Maður ók fram á hvíta tófu í Reykjavík í morgun. Tófan var á labbi í Stórhöfða skammt frá starfssvæði Landsnets og Póstmiðstöðarinnar. Búið var að keyra á tófuna og neyddist maðurinn til að aflífa hana á staðnum.

„Ég var að aka eftir Stórhöfða. Það var bíll á undan mér sem hægði á sér. Hann ók síðan áfram og þá sá ég hvíta tófu sem trítlaði á móts við bílinn minn. Hún settist svo á götuna fyrir framan mig. Það var greinilega búið að keyra á hana því hún var með sár. Ég ákvað því að aflífa greyið,“ segir Þórarinn Þórarinsson slökkviliðsmaður.

Fyrir nokkrum dögum var sagt frá því í frétt í Morgunblaðinu að tófur hefðu sést í Reykjavík. M.a. hefði hefðu tófur og tófuslóðir sést við og á Reykjavíkurflugvelli fyrir fimm til sex árum. Maður sem vann við að ryðja flugbrautirnar og fór því oft til vinnu eldsnemma á morgnana skaut ref við Kringlumýrarbraut og annan í Hádegismóum.

Þórarinn sagði að það hefði komið illa við sig að sjá sært dýr í borginni. Þó að tófan sé meindýr eigi þeir sem aka á dýr ekki að skilja þau eftir særð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert