Þjónustu við fatlaða hætt á Sólheimum

Frá blaðamannafundi um málefni Sólheima
Frá blaðamannafundi um málefni Sólheima mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi hefur samþykkt að heimila framkvæmdastjórn heimilisins að segja upp þjónustu við fatlaða ásamt ráðningarsamningum, leigusamningum og öðrum skuldbindingum. Skipað verður áfallateymi til að hjálpa íbúum og aðstandendum að takast á við óvissuna sem þessu fylgir.

Ástæðan er þrískipt. Í fyrsta lagi vegna þess að framkvæmdastjórn Sólheima telur þær fjárveitingar sem heimilinu er ætlað á fjárlögum næsta árs dugi alls ekki fyrir rekstrinum. Í öðru lagi vegna þess að Sólheimar hafi ekki fengið mat á þjónustuþörf fatlaðra í 8 ár, þrátt fyrir að lög kveði á um að það slíkt mat skuli framkvæmt árlega. Í þriðja lagi lítur stjórn Sólheima svo á að það starfsumhverfi sem Sólheimum verði boðið upp á, verði lögin um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga samþykkt óbreytt, henti alls ekki stöðu Sólheima.

Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Sólheima sagði á blaðamannafundi nú síðdegis að sér væri þungbært að tilkynna þessa ákvörðun enda Sólheimar elsta þjónusta við fatlaða á Íslandi með 80 ára langa sögu. „Við höfum reynt að finna allar hugsanlegar leiðir til þess að tryggja stöðu Sólheima og íbúa Sólheima,“ sagði Pétur. Sem liður í því hafi stjórn Sólheima reynt að fá því framgengt að sett yrði bráðabirgðaákvæði í lagasetninguna sem heimilaði Sólheimum að semja beint við jöfnunarsjóð sveitarfélaga til fjögurra ára. Samkvæmt lagafrumvarpinu er samningsaðili Sólheima sveitarfélagið Árborg. Pétur segir að stjórn Sólheima meti það svo að óeðlilegt sé að Sólheimar eigi að sækja starfsleyfi til sveitarfélags sem sjálft reki þjónustu fyrir fatlaða og hafi eftirlit með sjálfri sér. Eðlilegra sé að Sólheimar fái að semja við jöfnunarsjóð sveitarfélaga þar sem Sólheimar þjóni landinu öllu og íbúar komi alls staðar að. Það fékkst ekki. 

Til þess að koma í veg fyrir að íbúar Sólheima þurfi að flytjast brott strax um áramót hyggst stjórn Sólheima bjóða sveitarfélögum á Suðurlandi að taka á leigu húseignirnar á staðnum til eins árs. 

„Við reynum að slá verndarhring í kring um okkar fólk í þeim erfiðleikum sem það gengur í gegnum á næstu vikum og misserum, reynum að standa með okkar fólki, síðan reynum við að sjá hvernig við getum með sem bestum hætti ráðstafað okkar atvinnuhúsnæði og mannvirkjum," segir Pétur. Sjálfseignarstofnunin hyggst reka áfram aðra starfsemi sem byggst hefur upp á Sólheimum, s.s. verslunina, garðyrkjustöð og gistiheimili. 

Guðmundur Ármann Pétursson framkvæmdastjóri Sólheima segir að ekki sé hægt að líta fram hjá sérstöðu Sólheima þegar kemur að flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaga. „Það eina sem við höfum beðið um er að fá grið til þess að hægt sé að vernda Sólheima, vegna þess að þeir eru öðruvísi. Það er nauðsynlegt að f þá sérstöðu viðurkennda til þess að hún geti áfram verið einkennismark Sólheima, ég skil ekki af hverju það er ekki hægt."

Ályktun fulltrúaráðs Sólheima ses.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...