Þjónustu við fatlaða hætt á Sólheimum

Frá blaðamannafundi um málefni Sólheima
Frá blaðamannafundi um málefni Sólheima mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi hefur samþykkt að heimila framkvæmdastjórn heimilisins að segja upp þjónustu við fatlaða ásamt ráðningarsamningum, leigusamningum og öðrum skuldbindingum. Skipað verður áfallateymi til að hjálpa íbúum og aðstandendum að takast á við óvissuna sem þessu fylgir.

Ástæðan er þrískipt. Í fyrsta lagi vegna þess að framkvæmdastjórn Sólheima telur þær fjárveitingar sem heimilinu er ætlað á fjárlögum næsta árs dugi alls ekki fyrir rekstrinum. Í öðru lagi vegna þess að Sólheimar hafi ekki fengið mat á þjónustuþörf fatlaðra í 8 ár, þrátt fyrir að lög kveði á um að það slíkt mat skuli framkvæmt árlega. Í þriðja lagi lítur stjórn Sólheima svo á að það starfsumhverfi sem Sólheimum verði boðið upp á, verði lögin um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga samþykkt óbreytt, henti alls ekki stöðu Sólheima.

Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Sólheima sagði á blaðamannafundi nú síðdegis að sér væri þungbært að tilkynna þessa ákvörðun enda Sólheimar elsta þjónusta við fatlaða á Íslandi með 80 ára langa sögu. „Við höfum reynt að finna allar hugsanlegar leiðir til þess að tryggja stöðu Sólheima og íbúa Sólheima,“ sagði Pétur. Sem liður í því hafi stjórn Sólheima reynt að fá því framgengt að sett yrði bráðabirgðaákvæði í lagasetninguna sem heimilaði Sólheimum að semja beint við jöfnunarsjóð sveitarfélaga til fjögurra ára. Samkvæmt lagafrumvarpinu er samningsaðili Sólheima sveitarfélagið Árborg. Pétur segir að stjórn Sólheima meti það svo að óeðlilegt sé að Sólheimar eigi að sækja starfsleyfi til sveitarfélags sem sjálft reki þjónustu fyrir fatlaða og hafi eftirlit með sjálfri sér. Eðlilegra sé að Sólheimar fái að semja við jöfnunarsjóð sveitarfélaga þar sem Sólheimar þjóni landinu öllu og íbúar komi alls staðar að. Það fékkst ekki. 

Til þess að koma í veg fyrir að íbúar Sólheima þurfi að flytjast brott strax um áramót hyggst stjórn Sólheima bjóða sveitarfélögum á Suðurlandi að taka á leigu húseignirnar á staðnum til eins árs. 

„Við reynum að slá verndarhring í kring um okkar fólk í þeim erfiðleikum sem það gengur í gegnum á næstu vikum og misserum, reynum að standa með okkar fólki, síðan reynum við að sjá hvernig við getum með sem bestum hætti ráðstafað okkar atvinnuhúsnæði og mannvirkjum," segir Pétur. Sjálfseignarstofnunin hyggst reka áfram aðra starfsemi sem byggst hefur upp á Sólheimum, s.s. verslunina, garðyrkjustöð og gistiheimili. 

Guðmundur Ármann Pétursson framkvæmdastjóri Sólheima segir að ekki sé hægt að líta fram hjá sérstöðu Sólheima þegar kemur að flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaga. „Það eina sem við höfum beðið um er að fá grið til þess að hægt sé að vernda Sólheima, vegna þess að þeir eru öðruvísi. Það er nauðsynlegt að f þá sérstöðu viðurkennda til þess að hún geti áfram verið einkennismark Sólheima, ég skil ekki af hverju það er ekki hægt."

Ályktun fulltrúaráðs Sólheima ses.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hafnað að rannsaka drápið frekar

10:08 Máli þar sem ferðamenn voru kærðir fyrir dráp á lambi í júlí er lokið. Hinum seku var gert að greiða 120.000 krónur í sekt fyrir brot á 257. grein almennra hegningarlaga. Lögreglustjórinn á Austurlandi telur að með þessu hafi málinu lokið endanlega. Meira »

Seta aukafjármagn í bókakaup

10:05 Auka á bókakost skólabókasafna og leikskóla á innlendum barnabókmenntum og verður veitt 7 milljóna viðbótarfjármagni til bókainnkaupa á þessu ári í Reykjavík. Meira »

Málið sent til héraðssaksóknara

10:00 Mál ungs karlmanns sem ók bíl inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag verður sent til héraðssaksóknara.  Meira »

Nemendum fjölgar um 7% í HR

09:39 Um 1340 nýnemar hófu nám við Háskólann Í Reykjavík í haust, sem er um 7% fjölgun frá síðasta skólaári. 908 nemar hefja grunnnám, 283 meistaranám og 152 frumgreinanám. Að auki stunda um 140 erlendir skiptinemar nám við HR á þessari önn. Meira »

Minnsta atvinnuleysi frá upphafi mælinga

09:11 Atvinnuleysi mældist 1% í júlí samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands og hefur ekki verið jafn lítið frá því samfelldar mælingar Hagstofunnar hófust árið 2003. Meira »

Eiga von á sekt í Georgíu

09:01 Sendiherra Georgíu í Danmörku og á Íslandi segir að ákvörðun Útlendingastofnunar um að setja Georgíu á lista yfir örugg ríki sé enn ein vísbendingin um hversu jákvæðar aðstæður eru í landinu, pólitískur stöðugleiki og mannréttindi séu virt. Meira »

Líkir búnaði Engeyjar við komu skuttogaranna

08:18 Engey RE kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð og sjálfvirkt lestarkerfi frá Skaganum 3X reyndist vel í túrnum sem og búnaður á vinnsludekki. Meira »

Náði í bændur og fólk var á búinu

08:33 Þegar starfsmaður MAST fór í eft­ir­lits­ferð á mjólk­ur­búið Viðvík í Skagaf­irði á fimmtu­dag­inn síðastliðinn og var meinaður aðgang­ur að fjós­inu náði hann í ábúendur á búinu og einnig var fólk á staðnum. Þar af leiðandi var ekkert sem kom í veg fyrir að eftirlit gæti átt sér stað. Meira »

4.000 heimsóknir

07:57 Sviðsljós Eftirlit á vegum ríkisskattstjóra á vinnustöðum og með heimsóknum í fyrirtæki hefur skilað ágætum árangri á árinu og það sem af er sumri. Meira »

Dísa leitar að sandi í Fossafirði

07:37 Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni á svæði úti af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Meira »

Spá 18 stiga hita í dag

07:18 Spáin gerir ráð fyrir hægum vind í dag og að það verði skýjað með köflum. Hitinn verður 8 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. Búast má við þokulofti við sjávarsíðuna, einkum í vestangolu við Faxaflóa seinnipartinn. Meira »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Ukulele
...
Hitakútar
Amerísk gæða framleiðsla. 30-450 lítrar. umboðsmenn um land allt. Rafvörur, Dal...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...