Icesave verði afgreitt í sátt

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að Icesave-frumvarpið verði afgreitt á Alþingi í sem mestri sátt og halda endurreisninni áfram.

Það sé mat formanns íslensku samninganefndarinnar ekki verði lengra komist við samningaborðið. „Enda sé staðan sú að verði kjör Íslands betri fari Bretar og Hollendingar að greiða með fjármögnun sinni. Valið standi því á milli þessa samnings, eða samningsleiðarinnar yfir höfuð, eða að málið fari fyrir dóm, þar sem mikil óvissa yrði um afdrif íslenskra hagsmuna,“ sagði Jóhanna.

Jóhanna benti á að það væri Lee Buchheits, formanns samninganefndar Íslands, að sú leið gæti haft skelfilegar afleiðingar.

„Ég tel því mikilvægast að Alþingismenn vinni markvisst að því að ljúka umfjöllun um þetta mikilvæga mál sem fljótt sem kostur er. Vissulega þurfa menn að vanda sig við yfirferð yfir málið, en ég treysti samninganefndinni sem skipuð var fulltrúum allra flokka til þess að vinna með þinginu þannig að málinu geti verið lokið hér sem fyrst.“ 

Þannig er búið að ryðja stórum þröskuldi úr vegi endurreisnarinnar að sögn forsætisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert