Ískalt mat um Icesave

Icesave-lögunum mótmælt.
Icesave-lögunum mótmælt. mbl.is/Kristinn

Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja ískalt mat á kosti þess og galla að samþykkja nýja Icesave-samkomulagið. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi fyrir stundu. Sagði Bjarni flokkinn mundu taka góðan tíma til að gaumgæfa gögn um stöðu málsins nú.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vísaði þeim málflutningi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á bug að umræður um hvort leysa hefði mátt Icesave-deiluna fyrr, eða með öðrum hætti, væru sambærilegar við vangaveltur um hvort leysa hefði mátt deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna fyrir áratug.

Þannig hefðu Palestínumenn þurft að gefa upp allar kröfur sínar ef þeir ættu að fylgja fordæmi ríkisstjórnar Steingríms í Icesave-deilunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert